Til baka

Dömulegir dekurdagar (október)

Dömulegir dekurdagar 2019 fara fram 3.-6. október. Þar njóta vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað og verslanir og fyrirtæki bjóða mörg hver upp á ýmiskonar dömulega afslætti af þessu tilefni.
Dömulegir dekurdagar voru fyrst haldnir árið 2008. 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Fylgist með á Facebook síðu Dömulegra dekurdaga.

 Hér fyrir neðan er dagskrá hátíðarinnar árið 2018 sem gefur hugmynd um innihald hennar. Ný dagskrá fyrir árið 2019 verður sett inn þegar nær dregur. 

Fimmtudagur 4. október

Listasafnið á Akureyri: 
Sýningarnar: Aðalheiður Eysteinsdóttir – Hugleiðing um orku, Sigurður Árni – Hreyfðir fletir, Hjördís Frímann & Magnús Helgason – Hugmyndir, Úrval, Frá Kaupfélagsgili til Listagils, Svipir og Gústav Geir Bollason & Clémentine Roy – Carcasse. Sjá nánar á www.listak.is
Opið 12.00-17.00

Glerártorg: Konukvöld Glerártorgs. Glæsileg tilboð í verslunum Glerártorgs og skemmtidagskrá. Sigrún Sigurpáls, Snapchat-stjarna kynnir dagskrá kvöldsins. Jónína Björt Gunnarsdóttir söngdíva og Daníel Andri gítarleikari taka nokkra tryllta slagara.
Ólöf Jara Skagfjörð frá Menningarfélagi Akureyrar sýnir atriði úr söngleiknum Kabarett.
Stelpurnar í Steps Dancecenter sýna glæný spor. Útdráttur úr lukkuleik Glerártorgs á slaginu kl. 21:15. Nauðsynlegt er að vera á staðnum til að innheimta vinninginn.
Sigríður Beinteins, Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen taka lög úr sýningunni sinni „Við eigum samleið“
Blóðbankinn er með opið frá kl.11:30 og tekur vel á móti blóðgjöfum allan daginn. Þau bjóða svo dömum upp á blóðþrýstimælingu frá kl.19:30 – 21:00. Á 2.hæð hússins.
Vinkonumyndataka fyrir hressar skvísur frá kl. 20:00-22:00
Hljómsveitameðlimir Volta halda uppi ljúfri stemmningu við Kaffi Torg.
Spákonurnar Sunna Árnadóttir og Gerður Ósk Hjaltadóttir spá fyrir dömum kvöldsins á gangi Glerártorgs.
Makeup Gallery verður með kynningu frá fagaðila um Estée Lauder vörur ásamt glæsilegum kaupauka.
Veitingastaðurinn Verksmiðjan verður kynntur við hliðina á Dressmann.
Segull 67 verður með bjórkynningu fyrir þyrstar dömur sem hafa náð aldri.
Lukkuleikur Glerártorgs, glæsilegir vinningar í boði og FRÍTT að taka þátt. Þú svarar einni laufléttri spurningu og fyllir út miðann. Dregið á slaginu kl. 21:15 á stóra sviðinu.
Modus ætlar að bjóða dömum á öllum aldri upp á krullur í hárið og nota mótunarvörur frá REF. Þau verða með gjafaleik um kvöldið og afslátt af öllum vörum út daginn. Mættu á rauða dregilinn og láttu stjana við þig!
Kl. 20.00-22.00                                                                                                                                                                  

Græni hatturinn: Kvöldstund með KK Kl. 21.00

Föstudagur 5. október

Föstudagsfjör í miðbænum á Akureyri og verða verslanir opnar fram eftir kvöldi. Ýmsar uppákomur og skemmtanir, bleikt smakk, ómótstæðileg tilboð, dekur og skemmtileg stemmning.

Listasafnið á Akureyri: 
Sýningarnar: Aðalheiður Eysteinsdóttir – Hugleiðing um orku, Sigurður Árni – Hreyfðir fletir, Hjördís Frímann & Magnús Helgason – Hugmyndir, Úrval, Frá Kaupfélagsgili til Listagils, Svipir og Gústav Geir Bollason & Clémentine Roy – Carcasse. Sjá nánar á www.listak.is
Opið 12.00-17.00

Bláa kannan: Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla. Kl. 16.00-23.00

Menningarhúsið Hof: Opnun á myndlistarsýningu Brynhildar Kristinsdóttur, Blýnótt. Kl. 17.00

Centro og Ísabella: Árlegt Skvísukvöld þar sem boðið verður upp á tónlist, bleik tilboð, dekur og léttar veitingar. Hera Björk og Sigga Lund eru stjörnur kvöldsins, kynningar á snyrivörum og garni, lukkuleikur ofl. Kl. 20.00-23.00

Gil kaffihús: Michael Weaver og Dimitrious Theodoropoulos spila hugljúfa bossanova tóna. Kl. 21.00

Græni hatturinn: Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur tónleika. 
Kl. 22.00

Laugardagur 6. október

Listasafnið á Akureyri: 
Sýningarnar: Aðalheiður Eysteinsdóttir – Hugleiðing um orku, Sigurður Árni – Hreyfðir fletir, Hjördís Frímann & Magnús Helgason – Hugmyndir, Úrval, Frá Kaupfélagsgili til Listagils, Svipir og Gústav Geir Bollason & Clémentine Roy – Carcasse. Sjá nánar á www.listak.is

Yoga og Gongsetrið, Brekkugötu 3A: Bleikur yogatími. Frítt fyrir alla sem mæta í einhverju bleiku. www.omurakureyri.com Kl. 10.00-11.15

Rösk Rými: Bleik listasmiðja. Listakonan Jonna verður með barnasmiðju þar sem unnir verða smáhlutir og skartgripir úr endurvinnsludóti þar sem bleiki liturinn verður ríkjandi. Kl. 13.30-15.30

Listasafnið: Sönghópurinn Jódís kemur fram kl. 14.00 og 16.00. Frítt inn á safnið frá kl. 14.00

Bláa kannan: 
Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla. Kl. 16.00-19.00
                      
Jóhannes Valgeirsson, Tómas Sævarsson og Hafþór Jörundsson spila og syngja nokkur hugljúf lög. Kl. 20.00

Menningarfélag Akureyrar – Hof:   Við eigum samleið, tónleikar með Siggu Beinteins, Guðrúnu Gunnars, Jógvan Hansen ásamt Karlakór Akureyrar – Geysi 
Kl. 20.00

Græni hatturinn: Hljómsveitin Á móti sól heldur tónleika
Kl. 22.00

Sunnudagur 7. október

Listasafnið á Akureyri: 
Sýningarnar: Aðalheiður Eysteinsdóttir – Hugleiðing um orku, Sigurður Árni – Hreyfðir fletir, Hjördís Frímann & Magnús Helgason – Hugmyndir, Úrval, Frá Kaupfélagsgili til Listagils, Svipir og Gústav Geir Bollason & Clémentine Roy – Carcasse. Sjá nánar á www.listak.is
Opið 12.00-17.00