Til baka

Dekurdagar á Akureyri (október)

Dekurdagar 2021 fara fram 1.-3. október. Þetta er helgi þar sem vinkonur, vinir, systur, bræður, mæðgur, feðgar, frænkur, frændur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað og verslanir og fyrirtæki bjóða mörg hver upp á ýmiskonar dömulega afslætti af þessu tilefni.
(Dömulegir) Dekurdagar voru fyrst haldnir árið 2008. 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Fylgist með á Facebook síðu Dekurdaga.

 

DAGSKRÁ 2020 (Ný dagskrá 2021 birtist hér um leið og hún er tilbúin)

Listasafnið á Akureyri: 
Sýningarnar: Þorvaldur Þorsteinsson – Lengi skal manninn reyna, Lilý Erla Adamsdóttir – Skrúðgarðar, Snorri Ásmundsson – Franskar á milli, Úrval og Frá Kaupfélagsgili til Listagils. Sjá nánar á www.listak.is
Opið 12.00-17.00

Minjasafnið á Akureyri: 
Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri. Sjá nánar www.minjasafnid.is
Opið 13.00-17.00

A! Gjörningahátíð
A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 1. - 4. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í sjötta sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði. Sjá nánar á www.listak.is 

Bláa kannan Sýning á Gullkornum Huldu Ólafsdóttur 1.– 4. Október kl. 10.00-23.00

Fimmtudagur 1. október

Glerártorg: Dekurdagar á Glerártorgi. Glæsileg tilboð í verslunum Glerártorgs og skemmtidagskrá. 
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis verður með kynningarbás á gangi Glerártorgs.
Ragna & Fannar mæta frá Siglufirði og spila góða tóna.
DJ Glódís Ýr spilar hressandi tónlist fyrir gesti Glerártorgs.
Birgir Björns og Ívar Helga mæta með skemmtilega nýjung.
Anna Lilja Benidiktsdóttir og Jón M. Einarsson flytja nokkur lög.
MAK ætla að vera á svæðinu með kynningar- og sölubás fyrir komandi sýningar.
Lukkuleikur þar sem hægt er að næla sér í spennandi vinninga frá verslunum Glerártorgs.
Kl. 19.00-22.00
Menningarfélag Akureyrar – Hælið, Kristnesi:   Sviðslistaverkið Tæring sýnt kl. 19.00 og 21.00
Græni hatturinn: Birkir Blær heldur tónleika Kl. 21.00


Föstudagur 2. október

Föstudagsfjör í miðbænum á Akureyri og verða verslanir opnar fram eftir kvöldi. Ýmsar uppákomur og skemmtanir, góðgæti, ómótstæðileg tilboð, dekur og skemmtileg stemmning.
Kaupvangsstræti 4: Opin vinnustofa Jónu Bergdal myndlistakonu kl. 13.00-22.00
Hjartalag: 
Opin vinnustofa í Þórunnarstræti 97 kl.14.00-18.00
Kaktus: Gústav Geir Bollasonsýnir TELLURIC - af jörðu sem hnetti - kl. 14.00-17.00 
Deiglan: Samsýning, Gellur sem mála í bílskúr kl. 16.00-22.00
Menningarfélag Akureyrar – Hælið, Kristnesi:   Sviðslistaverkið Tæring sýnt kl. 19.00 og 21.00
Centro og Ísabella: Árlegt Skvísukvöld þar sem boðið verður upp á tónlist, bleik tilboð, dekur og léttar veitingar. Kl. 20.00-23.00
Mjólkurbúðin: Gjörningurinn Læður kl. 20.30
Græni hatturinn: Hljómsveitin Stjórnin heldur tónleika. Kl. 21.00


Laugardagur 3. október
Menningarhúsið Hof: Opnun á myndlistarsýningunni Barn sem nýtur réttinda sinna kl. 13.00
Hjartalag: Opin vinnustofa í Þórunnarstræti 97 kl.14.00-18.00
Kaktus: Sýning Gústavs Geirs Bollasonar TELLURIC - af jörðu sem hnetti - kl. 14.00-17.00 
Deiglan: Samsýning, Gellur sem mála í bílskúr kl. 14.00-17.00
Listasafnið á Akureyri: Leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna, og á sýningu Lilýjar Erlu Adamsdóttur kl. 15.00
Menningarfélag Akureyrar – Hælið, Kristnesi:   Sviðslistaverkið Tæring sýnt kl. 19.00 og 21.00
Græni hatturinn: Hljómsveitin Stjórnin heldur tónleika. Kl.21.00