Til baka

Local Food Festival- matarhátíð (október)

MATARHÁTIÐ Á NORÐURLANDI

Norðlenska matarhátíðin Local Food Festival sem hefur farið í fram í Hofi Akureyri. Sýningunni var aflýst 2020 vegna Covid-19.

Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu og verður sýningin hér eftir haldin hér annað hvert ár.

Local Food sýninguna sóttu síðast 15 þúsund gestir og voru yfir 30 fyrirtæki sem kynntu framleiðslu sína. Sýningin endurspeglar hinn mikla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins og er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, veitingastarfsemi, matartengdri ferðaþjónustu og verslun þessu tengd. 

Local Food sýningin er kynningar og sölusýning.

Hér fyrir neðan er dagskrá síðustu hátíðar;

DAGSKRÁ LOCAL FOOD SÝNINGARINNAR 16. mars.
*Kl. 13 -18  
Sýning Iðnaðarsafnsins á Akureyri þar sem sögð er saga matvælaframleiðslu í bænum. Fjöldi áhugaverðra muna verða til sýnis. 
*Kl. 13        
Local Food festival kokkanemi ársins 2019
*Kl. 14        
Besta kakan á Akureyri - opin keppni fyrir almenning
*Kl. 15        
Local Food Festival kokkur ársins 2019. Þar keppa kokkar sem hafa sveinspróf í matreiðslu og reiða fram tveggja rétta matseðil og fer matreiðslan fram fyrir framan framan gestir sýningarinnar. Kokkarnir hafa 90 mínútur til umráða og er eldað fyrir 4.
*Kl. 15.20   
Frá haga í maga - sýning á vinnsluferli lambakjöts
*Kl. 15.30   
Kokteilakeppni - Barþjónar bæjarins keppa um besta kokteilinn
*Kl. 16       
Þjónahlaup - Þjónar bæjarins sýna snerpu sína með fullan bakka af glösum
*Kl. 17.15  
Sýningarnefnd velur:  Fallegasta básinn og Frumlegasta básinn og veitt verða Frumkvöðlaverðlaun

Aðgangur að Local Food sýningunni er ókeypis og opnunartíminn frá klukkan 13-18 laugardaginn 16. mars. 

Þeir sem áhuga hafa á þátttöku á Local Food sýningunni eru beðnir að skrá hér með því að senda póst david@vidburdastofa.is eða hafa samband í síma 896-3233.

 

Tengiliður vegna Local Food sýningarinnar er:
Davíð Rúnar Gunnarsson
Tölvupóstur: david@vidburdastofa.is 
Sími: 896-3233

Vefsíða hátíðarinnar www.localfood.is