Til baka

Jónsmessuhátíð á Akureyri (júní)

Birtan flæðir um krók og kima á bjartasta tíma ársins. Drekktu í þig menninguna um allan bæ þegar Jónsmessunni er fagnað á Akureyri með 24 klukkustunda hátíð sem kölluð er Jónsmessuhátíð. Hátíðin er haldin helgina eftir aðfaranótt Jónsmessunnar 24. júní.

*Vegna gildandi reglna í samkomubanni er hátíðin ekki haldin í 24 klukkustundir árið 2020. Dagskrá hátíðarinnar stendur því frá kl. 12.00 til kl. 23.00 laugardaginn 27. júní og frá kl. 8.30 til kl. 12.45 sunnudaginn 28. júní.

Verkefnastjórn Jónsmessuhátíðar er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt að senda honum línu í netfangið jonsmessuhatid@akureyri.is

*Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Hægt er að skoða alla viðburði Jónsmessuhátíðar á Facebooksíðu Akureyrarbæjar HÉR 

 

Jónsmessuhátíð 27.-28. júní 2020

 

Í tilefni Jónsmessuhátíðar:

  • Enginn aðgangseyrir á sýningar í Listasafninu á Akureyri. Nánar um sýningar á www.listak.is
  • Opið til 22.30 á laugardag í Sundlaug Akureyrar. Upplýsingar um aðgangseyri er að finna á www.akureyriaidi.is
  • Sýningin Tónlistarbærinn Akureyri er opin til kl. 22.00 á laugardag í Minjasafninu á Akureyri. Upplýsingar um aðgangseyri er að finna á www.minjasafnid.is

Laugardagurinn 27. júní

Kl. 12.00 – 12.45
Músík á þaki

Listagilið / Inngangur Listasafnsins á Akureyri
*Enginn aðgangseyrir                                    

Stefán Elí Hauksson, sumarlistamaður Akureyrar, opnar Jónsmessuhátíð 2020 með fjörugum tónleikum á þaki inngangs Listasafnsins á Akureyri. Kaffihúsið Kaffi & list mun opna kl. 11.30 fyrir gesti sem vilja mæta snemma og tryggja sér gott sæti fyrir utan.

 

Kl. 13.00 – 14.00
Mynd segir meira en þúsund orð

Listagilið / Listasafnið á Akureyri
*Enginn aðgangseyrir

Astrid María Stefánsdóttir, sumarlistamaður Akureyrar, heldur fyrirlestur um hvernig teiknimyndir, kvikmyndir og teiknimyndasögur beita sálfræði sjónarinnar til að framkalla þær tilfinningar sem þær vilja hjá okkur áhorfendum og lesendum. Litur, form og línur eru lang oftast ekki bara tilviljanakenndar ákvarðanir heldur útpæld stragedía til að fá áhorfandann til að skilja, þó svo að hann fatti það ekki sjálfur. 

                                    

Kl. 13.00 – 14.30
Upp & niður með Gleránni

Þorsteinn E. Arnórsson
Háskólinn á Akureyri / Bílaplan
*Enginn aðgangseyrir

Fróðleg og skemmtileg ganga á söguslóðum Sambandsverksmiðjanna á Gleráreyrum. Gengið verður frá Háskólanum á Akureyri niður að Þorsteinslundi, sunnan Glerártorgs. Alls verður stoppað á sjö stöðum, sagðar sögur og farið með vísur. Þorsteinn E. Arnórsson, fyrrverandi safnstjóri Iðnaðarsafnsins, þekkir hverja þúfu á svæðinu og kann frá mörgu að segja; fólkinu sem vann á verksmiðjunum, launamun kynjanna, kjarabaráttu, vinnureglum, stjórnendum, sögusögnum, bæjarstæðum, frosthörkum. Sögugangan tekur um eina og hálfa klukkustund og fer fram á íslensku.

 

Kl. 14.00 – 14.30
Leiðsögn um Tónlistarbæinn Akureyri

Minjasafnið á Akureyri
*Aðgangseyrir á safn, opið til kl. 22 í tilefni Jónsmessuhátíðar

Tónlist hefur verið í hávegum höfð á Akureyri allt frá síðari hluta 19. aldar og stendur í miklum blóma um þessar mundir. Sýningin Tónlistarbærinn Akureyri er afar skemmtileg og fróðleg sýning sem nýverið opnaði í Minjasafninu á Akureyri.

 

Kl. 14.00 – 16.00
Músík í sundi

Plötusnúðatvíeykið Stórleikurinn
Sundlaug Akureyrar
*Aðgangseyrir í sundlaug, opið til kl. 22.30 í tilefni Jónsmessuhátíðar

Stórleikurinn er tvíeyki frá Akureyri skipað þeim Almari Vestmann og Skarphéðni Þorvaldssyni. Samstarf þeirra hófst með vikulegum þætti á Útvarp Akureyri fyrir nokkrum árum. Tvíeykið lofar flottum tónum sem enginn stuðbolti ætti að láta framhjá sér fara.

 

Kl. 14.00 – 17.00
Hvíslið í djúpinu

Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Listagilið / Mjólkurbúðin – Salur Myndlistarfélagsins
*Enginn aðgangseyrir

Yfirskrift sýningarinnar Hvíslið í djúpinu er vísun í andlega upplifun listamannsins Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, sem hún varð fyrir við vinnslu verkanna er hér má bera augum. Verkin sýna hluti sem ekki eru sýnilegir sem slíkir, þau líkja ekki eftir því sem vanalega sést, en engu að síður sýna þau hluti sem eru til eða hafa verið til samkvæmt dulspekilegum kenningum og er þar af leiðandi hægt að sýna á hlutbundinn hátt. Verkin miðla hugmyndum um hina dulrænu fjórðu vídd, þau eru frumspekileg og miðla andlegri vídd innsæis og æðri sannleika.

 

Kl. 14.00 - 17.00
Verk í vinnslu

 

Bryndís Brynjarsdóttir
Listagilið / Deiglan
*Enginn aðgangseyrir

Bryndís Brynjarsdóttir er gestalistamaður Gilfélagsins í júnímánuði. Sýningin er af afrakstri vinnustofudvalarinnar þessar 3 vikur og eru verkin enn í vinnslu flest af þeim, sýningin ber því ekkert nafn. Verkin verða síðan unnin áfram fyrir einkasýningu.Verið öll hjartanlega velkomin, léttar veitingar verða á staðnum.

 

Kl. 15.00 – 15.30
Listamannaspjall – Franskar á milli

Snorri Ásmundsson
Listagilið / Listasafnið á Akureyri
*Enginn aðgangseyrir inn á safnið í tilefni Jónsmessuhátíðar 

Snorri Ásmundsson spjallar við Hlyn Hallsson safnstjóra Listasafnsins um sýninguna sína Franskar á milli. Snorri hefur stundum verið kallaður „óþekka barnið“ í íslenskri myndlist. Hann vinnur gjarnan með samfélagsleg „tabú“ eins og pólitík og trúarbrögð og hafa gjörningar hans löngum hreyft við samfélaginu. Snorri ögrar félagslegum gildum og skoðar takmörk náungans og sín eigin, en fylgist jafnframt grannt með viðbrögðum áhorfandans.

 

Kl. 15.00 – 15.45
Músík í búð

Stefán Elí Hauksson sumarlistamaður Akureyrar
Glerártorg / Nettó
*Enginn aðgangseyrir 

Stefán Elí, sumarlistamaður Akureyrar, kemur sér vel fyrir á afar óvenjulegum tónleikastað og spilar fjöruga tóna fyrir viðskiptavini matvöruverslunarinnar Nettó á Glerártorgi. Músík í búð er fastur liður á Jónsmessuhátíðinni og sennilega skemmtilegasti dagur ársins fyrir matarinnkaup.

 

Kl. 16.00 – 17.00
Beyoncé í garðinum

Kata Vignis dansari
Minjasafnið á Akureyri / Garður
*Enginn aðgangseyrir 

Nú er tækifæri til að finna kraft Beyoncé. Kata Vignis dansari kennir gestum Jónsmessuhátíðar leyndardóma taksins sem slegið hefur í gegn. Frábært tækifæri fyrir vini eða fjölskyldur til að dansa í fallegu umhverfi Minjasafnsgarðsins. Garðurinn er ein af perlum Minjasafnsins og einn örfárra varðveittra íslenskra skrúðgarða frá aldamótunum 1900.

 

Kl. 17.00 – 18.00
Músík & gleði

Hljómsveitin Súlur
Listagilið / Múlaberg Bistro & Bar
*Enginn aðgangseyrir 

Hljómsveitin Súlur samanstendur af þremur meðlimum hljómsveitarinnar Hamrabandsins. Félagarnir Jón Þór Kristjánsson- söngur, Gunnar Ernir Birgisson - gítar/bakraddir og Bjarki Símonarson – slagverk, lofa fjörugum lagalista á Múlabergi í tilefni Jónsmessuhátíðar.

 

Kl. 18.00 – 20.00
Plötusnúður á bakkanum

Ívar Freyr Kárason
Sundlaug Akureyrar
*Aðgangseyrir í sundlaug, opið til kl. 22.30 í tilefni Jónsmessuhátíðar 

Ívar Freyr hefur þeytt skífum til fjölda ára og er mikill reynslubolti í faginu. Í tilefni Jónsmessuhátíðar mun hann standa vaktina á sundlaugarbakkanum og koma gestum laugarinnar, ungum sem öldnum, í feikna stuð.

 

Kl. 19.00 – 19.30
Egill & Eik

Minjasafnið á Akureyri
*Aðgangseyrir á safn, opið til kl. 22 í tilefni Jónsmessuhátíðar

Tónlist stendur í miklum blóma á Akureyri um þessar mundir og ætla Egill Andrason og Eik Haraldsdóttir að taka nokkur lög af væntanlegri plötu í bland við þekktari lög. Tilvalið tækifæri til að skoða nýopnaða sýningu um Tónlistarbæinn Akureyri og hlusta á upprennandi tónlistarfólk í tilefni Jónsmessuhátíðar.

 

Kl. 20.00 - 21.00
Vatna-Vellíðunar-Veisla með Flothettu

Unnur Valdís Kristjánsdóttir & Anna Hulda Júlíusdóttir
Sundlaug Akureyrar / Innilaug
*Aðgangseyrir í sundlaug, opið til kl. 22.30 í tilefni Jónsmessuhátíðar
*Skráning nauðsynleg, takmarkaður fjöldi / unnur@float.is

Íslenska hönnunin Flothetta hefur fært okkur margar áhugaverðar og endurnærandi vatnaupplifanir síðan hún kom á markað 2012. Í þessum viðburði förum við saman í heilandi ferðalag í þyngdarleysi vatnsins. Leyfum okkur að gefa algjörlega eftir inn í djúpa slökun. Í flæði og mýkt vatnsins þiggja þátttakendur heilandi snertingu og meðhöndlun sem losar út neikvæð áhrif streitu og nærir líkama og sál. Flotþerapía og Samflot eru al-íslenskar nýjungar í heilsueflingu og hefur Unnur Valdís, hönnuður Flothettunnar, markvisst verið að þróa hvorutveggja síðan hönnunin leit dagsins ljós árið 2011. Frá upphafi hefur Unnur haft það markmið að gefa sem flestum tækifæri til að reyna þá dásamlegu vellíðan sem hægt er að finna í hlýju vatni undir leiðsögn þjálfaðra leiðbeinanda. Gefandi samvera í vatninu er dásamleg upplifun og það að fljóta um í þyngdarleysinu gerir heilsubætandi áhrif flotsins margþætt. Hvíld og verkjalosun, bættur svefn og meiri ró er meðal þess sem þakklátir þátttakendur í flotslökun hafa nefnt sem ástæðu þess að þeir koma aftur og aftur til að fljóta. 

 

Kl. 20.00 – 23.00
Opinn Kaktus

Lista- & menningarfélagið Kaktus
Listagilið / Kaktus
*Enginn aðgangseyrir 

Komdu í heimsókn á vinnustofur Kaktusa sem eru nýfluttir í Listagilið. Kaktusar eru hópur skapandi einstaklinga sem standa fyrir og stýra viðburðum af ýmsum toga í Kaktus og annars staðar. Staðarhaldarar lofa góðri stemningu og skemmtilegum uppákomum í tilefni Jónsmessuhátíðar.

 

Kl. 20.00 - 23.00
Jónsmessuhátíðar-Opnun

Listhópurinn RÖSK
Listagilið / RÖSK RÝMI
*Enginn aðgangseyrir

Í tilefni Jónsmessuhátíðar verður opið í RÖSK RÝMI í Listagilinu. Myndlist, afar spennandi verk í vinnslu, tónlist og léttar veitingar. Einnig geta gestir spreytt sig í skemmtilegri örsmiðju að hætti RÖSK kvenna.

 

Kl. 20.00 – 23.00
Hvíslið í djúpinu

Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Listagilið / Mjólkurbúðin – Salur Myndlistarfélagsins
*Enginn aðgangseyrir 

Yfirskrift sýningarinnar Hvíslið í djúpinu er vísun í andlega upplifun listamannsins Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, sem hún varð fyrir við vinnslu verkanna er hér má bera augum. Verkin sýna hluti sem ekki eru sýnilegir sem slíkir, þau líkja ekki eftir því sem vanalega sést, en engu að síður sýna þau hluti sem eru til eða hafa verið til samkvæmt dulspekilegum kenningum og er þar af leiðandi hægt að sýna á hlutbundinn hátt. Verkin miðla hugmyndum um hina dulrænu fjórðu vídd, þau eru frumspekileg og miðla andlegri vídd innsæis og æðri sannleika.

 

Kl. 20.00 – 23.00
Músík & með því

Plötusnúðurinn Vélarnar
Listagilið / Kaffi & List
*Enginn aðgangseyrir 

Plötusnúðurinn Arnar Ari Lúðvíkson, einnig þekktur sem Dj Vélarnar, þeytir vínilskífum og er hann einn fárra á Akureyri sem enn gera slíkt. Hann lofar fjölbreyttum og fjörugum lagalista á Kaffi & list í tilefni Jónsmessuhátíðar. Kíktu í drykk og jafnvel kökusneið í einu flottasta listasafni landsins. 

 

Kl. 21.00 – 22.30
Kvöldsigling

Húni II
Torfunefsbryggja
*Enginn aðgangseyrir, takmarkaður fjöldi

 Hollvinir Húna II bjóða gestum í sögusiglingu með eikarbátinum Húna II um Eyjafjörð í tilefni Jónsmessuhátíðar. Mögnuð kvöldsigling á einum bjartasta tíma ársins.

 

Kl. 22.30 – 23.00
Ópera & endur

Arctic Opera
Sundlaug Akureyrar / Andapollur
*Enginn aðgangseyrir 

Einn af hápunktum Jónsmessuhátíðar eru tónleikar á afar óhefðbundnum tónleikastað. Arctic Opera er hópur listamanna sem samanstendur af klassískt menntuðu fólki í óperusöng og hljóðfæraleik sem hefur víðtæka reynslu af söng, allt frá dægurlögum til söngleikja og ópera. Hópurinn ætlar að leika fyrir endur og menn í miðjum andapollinum við Sundlaug Akureyrar í tilefni Jónsmessuhátíðar.

 

Sunnudagurinn 28. Júní 

Kl. 8.30 – 9.00
Ljúfir sunnudagstónar

Ásdís Arnardóttir bæjarlistamaður ásamt nemendum
Sundlaug Akureyrar
*Aðgangseyrir í sundlaug 

Sellóleikarinn Ásdís Arnardóttir, bæjarlistamaður Akureyrar 2020, ásamt nemendum sínum býður fyrstu gestum Sundlaugar Akureyrar að hlýða á undurfagran sellóleik á sunnudagsmorgni í tilefni Jónsmessuhátíðar. Frábær byrjun á góðum degi sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

 

Kl. 9.00 - 10.00
Vatna-Vellíðunar-Veisla með Flothettu

Unnur Valdís Kristjánsdóttir & Anna Hulda Júlíusdóttir
Sundlaug Akureyrar / Innilaug
*Aðgangseyrir í sundlaug
*Skráning nauðsynleg, takmarkaður fjöldi / unnur@float.is

Íslenska hönnunin Flothetta hefur fært okkur margar áhugaverðar og endurnærandi vatnaupplifanir síðan hún kom á markað 2012. Í þessum viðburði förum við saman í heilandi ferðalag í þyngdarleysi vatnsins. Leyfum okkur að gefa algjörlega eftir inn í djúpa slökun. Í flæði og mýkt vatnsins þiggja þátttakendur heilandi snertingu og meðhöndlun sem losar út neikvæð áhrif streitu og nærir líkama og sál. Flotþerapía og Samflot eru al-íslenskar nýjungar í heilsueflingu og hefur Unnur Valdís hönnuður Flothettunnar markvisst verið að þróa hvorutveggja síðan hönnunin leit dagsins ljós árið 2011. Frá upphafi hefur Unnur haft það markmið að gefa sem flestum tækifæri til að reyna þá dásamlegu vellíðan sem hægt er að finna í hlýju vatni undir leiðsögn þjálfaðra leiðbeinanda. Gefandi samvera í vatninu er dásamleg upplifun og það að fljóta um í þyngdarleysinu gerir heilsubætandi áhrif flotsins margþætt. Hvíld og verkjalosun, bættur svefn og meiri ró er meðal þess sem þakklátir þátttakendur í flotslökun hafa nefnt sem ástæðu þess að þeir koma aftur og aftur til að fljóta. 

 

Kl. 10.00 – 10.45
Músík & morgunhressing

Dimitrios Theodoropoulos & Michael Weaver
Miðbær / Veitingahúsið Berlín
*Enginn aðgangseyrir 

Gítarleikarinn Dimitrios Theodoropoulos og saxófónleikarinn Michael Weaver halda uppi ljúfri stemningu í sunnudagsbrunch á veitingahúsinu Berlín í tilefni Jónsmessuhátíðar.

 

Kl. 11.00 - 12.00
Vatna-Vellíðunar-Veisla með Flothettu

Unnur Valdís Kristjánsdóttir & Anna Hulda Júlíusdóttir
Sundlaug Akureyrar / Innilaug
*Aðgangseyrir í sundlaug
*Skráning nauðsynleg, takmarkaður fjöldi / unnur@float.is

Íslenska hönnunin Flothetta hefur fært okkur margar áhugaverðar og endurnærandi vatnaupplifanir síðan hún kom á markað 2012. Í þessum viðburði förum við saman í heilandi ferðalag í þyngdarleysi vatnsins. Leyfum okkur að gefa algjörlega eftir inn í djúpa slökun. Í flæði og mýkt vatnsins þiggja þátttakendur heilandi snertingu og meðhöndlun sem losar út neikvæð áhrif streitu og nærir líkama og sál. Flotþerapía og Samflot eru al-íslenskar nýjungar í heilsueflingu og hefur Unnur Valdís hönnuður Flothettunnar markvisst verið að þróa hvorutveggja síðan hönnunin leit dagsins ljós árið 2011. Frá upphafi hefur Unnur haft það markmið að gefa sem flestum tækifæri til að reyna þá dásamlegu vellíðan sem hægt er að finna í hlýju vatni undir leiðsögn þjálfaðra leiðbeinanda. Gefandi samvera í vatninu er dásamleg upplifun og það að fljóta um í þyngdarleysinu gerir heilsubætandi áhrif flotsins margþætt. Hvíld og verkjalosun, bættur svefn og meiri ró er meðal þess sem þakklátir þátttakendur í flotslökun hafa nefnt sem ástæðu þess að þeir koma aftur og aftur til að fljóta. 

 

Kl. 11.00 – 12.00
Jónsmessa í Akureyrarkirkju

Prestur: Sr. Svavar Alfreð Jónsson
Organisti: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
Söngur: Félagar úr kór Akureyrarkirkju
*Enginn aðgangseyrir 

Í tilefni Jónsmessuhátíðar mun sunnudagsmessa séra Svavars Alfreðs Jónssonar, prests í Akureyrarkirkju, vera undir áhrifum Jóhannesar skírara. Til gamans má geta að sex börn verða fermd.

 

Kl. 12.00 – 12.45
Músík á þaki

Jónína Björt Gunnarsdóttir & Ívar Helgason
Listagilið / Inngangur Listasafnsins á Akureyri
*Enginn aðgangseyrir 

Lokaviðburður Jónsmessuhátíðarinnar 2020 eru notalegir hádegistónleikar með söngkonunni Jónínu Björt Gunnarsdóttur og gítarleikaranum Ívari Helgasyni. Tónleikarnir verða á þaki inngangs Listasafnsins á Akureyri en kaffihúsið Kaffi & list mun opna kl. 11.30 fyrir gesti sem vilja mæta snemma og tryggja sér gott sæti fyrir utan.

 

*Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Hægt er að skoða alla viðburði Jónsmessuhátíðar á Facebooksíðu Akureyrarbæjar HÉR

 

Bakhjarl Jónsmessuhátíðar er Akureyrarbær

 

Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru:
Akureyrarstofa - Listasafnið á Akureyri - Iðnaðarsafnið - Sundlaug Akureyrar - Myndlistarfélagið - Nettó - Minjasafnið á Akureyri - Múlaberg Bistro & Bar - Flothetta - Lista- og menningarfélagið Kaktus - Kaffi & list - Húni II - Veitingahúsið Berlín - Akureyrarkirkja - Exton - Arctic Opera
Nánari upplýsingar

Heimili Jónsmessuhátíðar á samfélagsmiðlum er finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram.

 

Einnig mælum við með að gestir Jónsmessuhátíðar noti myllumerkin #jonsmessuhatid #hallóakureyri og #akureyri