Til baka

Majó Food and Culture

Hafnarstræti 11; Laxdalshúsi
IS-600 Akureyri
Sími: 792-0925
Netfang: majoiceland@gmail.com
Facebook: majoiceland

Majó Food and Culture er óvenjulegur veitingastaður staðsettur í Laxdalshúsi sem er elsta hús á Akureyri. Staðurinn er rekinn af hjónunum Magnúsi Jóni og Jónínu Björgu en þau stofnuðu staðinn í kringum sínar ástríður; mat, listir og gestgjafahlutverkið. Jónína Björg er myndlistarmaður og er með vinnustofu í húsinu.

Majó er með svokallaða ,,veitingastaða opnun” nokkrum sinnum í mánuði, og er hún auglýst sérstaklega á samfélagsmiðlum Majó og á heimasíðunni majoiceland.com.

Matseðillinn er einfaldur og þar er allt sérvalið af þeim hjónum. Sérgrein Majó er sushi og sérstakur sex rétta seðill sem er í boði ef hann er pantaður fyrirfram. Einnig er tekið á móti hópum í sushinámskeið eða kvöldverð utan veitingahúsa opnana.