Á Akureyri er að finna alla flóruna í veitingahúsum og skemmtistöðum. Úrvals veitingastaðir sem bjóða heimsklassa rétti sem kitla bragðlaukana eru vissulega á sínum stað og það fjölmargir. Einnig er hægt að grípa skyndibita af ýmsu tagi á fjölmörgum veitingastöðum.
Kaffihúsin eru mörg og vinsæl og sum þeirra orðin að eins konar kennileitum í bænum. Sömu sögu er að segja um skemmtistaðina sem hafa sumir hverjir verið mærðir í sönglagatextum. Það er gaman að skemmta sér á Akureyri.
Smelltu á tenglana að ofan til hægri og þú finnur það sem þú leitar að. Í skjalinu sem finna má á þessum hlekk má einnig sjá yfirlit yfir veitingastaði í bænum og hversu marga hver og einn þeirra tekur í sæti.