Til baka

Græni hatturinn

Hafnarstræti 96
600 Akureyri
Sími: 461 4646
Heimasíða: www.graenihatturinn.is
Facebook page

Græni hatturinn er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins og státar af fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá allt árið um kring.

Græni Hatturinn er staðsettur í kjallara einnar af sögufrægustu byggingu miðbæjarins, París, Hafnarstræti 96. Staðurinn lætur þó lítið fyrir sér að utan en þegar inn er komið mætir manni rými með umgjörð sem skapar einstaka nálægð og tengingu milli flytjenda og áhorfenda.

Staðurinn rúmar allt að 200 manns og er í uppáhaldi jafnt hjá heimamönnum og erlendum gestum. Boðið er upp á fjölbreytta tónlist sem spannar helstu flóru íslenskra tónlistar auk fjölda erlendra gesta eins og Focus frá Hollandi, Eivør frá Færeyjum, Lisa Ekdal frá Svíþjóð og hins þekkta gítarleikara Rusty Anderson.

Um hverja helgi breytist Græni Hatturinn í lifandi miðstöð tónlistar. Til marks um vinsældir Græna hattsins þá seljast tónleikar fljótt upp og því er um að gera að tryggja sér miða fyrirfram.

Opnunartíma og tónleikadagskrá má sjá HÉR.