Til baka

Breiðigangur

Mynd af skiltinu  /  Picture of the sign

Íslenskur texti
English text

Breiðigangur

Mynd af skiltinu
Nú þykir líklega ekki ýkja breitt niður á milli húsanna við Breiðigangur enda var hann upphaflega breiðari en hann er nú. Nafnið Breiði-gangur varð til á 19. öld en var aldrei viðurkennt opinberlega. Hann var alfaraleið frá bryggjunum og upp í Búðargil. Þegar bæjarstjórn Akureyrar gaf götum bæjarins nöfn í fyrsta sinn í árslok 1900 var Breiðigangur ekki nefndur á nafn en svokölluð Efri gata eða Vesturgata fékk nafnið Aðalstræti og svokölluð Neðri gata eða Austurgata fékk nafnið Hafnarstræti.

Þrír stórbrunar hafa grandað mörgum elstu húsunum á gömlu Akureyri en eldur hefur aldrei komist yfir Breiðagang. Árið 1901 brunnu elstu hús bæjarins sunnan við Breiðagang, meðal annars fyrsta íbúðarhúsið. Árið 1912 urðu tveir stórbrunar en þá brunnu 15 hús norðan við Breiðagang. Þessir eldsvoðar höfðu mikil áhrif á bæjarmyndina.

Í stóra brunanum 1901 brunnu öll hús syðst á Akureyrinni og fyrir ofan Aðalstræti brann húsaröðin frá gamla hótelinu alveg norður að Búðargili. En húsin við Breiðagang sluppu, bæði þau sem stóðu næst sunnan við stíginn og öll norðan við hann. Eldurinn átti upptök sín á Hótel Akureyri þar sem Vigfús Sigfússon réð ríkjum. Vigfús hótelvert var vanur að bjóða mönnum í nefið úr silfurdós er hann bar alltaf á sér innanklæða og segja um leið: „Þetta er ekki til að troða í nasirnar". Svo átti hann til að bæta við annars hugar: „Undarlegt var það með tíkina", eða hann sagði með spekingssvip: „Það var eins og blessuð skepnan skildi". Vigfús heilsaði þorra með þorrablóti að gömlum sið, haldnar voru ræður, sungið og dansað, drukkið og étið. Sumir fettu fingur út í þessa skemmtun og fannst ólíklegt að þrumuguðinum Ása-Þór hefði líkað uppákoman, hann hefði verið lítið fyrir að dansa.

Vigfús var fljótur að byggja á brunarústunum. Upp reis eitt glæsilegasta hótel landsins en það brann líka þó ekki í eldsvoðunum tveimur árið 1912. Þá brann hvert og eitt einasta hús á norðanverðri eyrinni en aftur komst eldurinn ekki yfir Breiðagang. Hið glæsta hús, Hótel Akureyri, brann hins vegar löngu síðar eða í nóvember 1955.

Snemma á 20. öld tóku Akureyringar að leggja vatnsveitu um kaupstaðinn sem var meðal annars vegna hinna tíðu bruna. Steinhúsin sem nú standa beggja vegna Breiðagangs eru byggð samkvæmt fyrsta skipulagi bæjarins sem tók gildi 1927. Samkvæmt því áttu flest gömlu húsin að víkja og steinhús að koma í staðinn. Fyrir neðan Breiðagang er komið að elsta húsi bæjarins, Laxdalshúsi.


 “Broadway”

Picture of the sign
The distance between the rows of houses here may seem rather narrow. But the 19th century townsman felt differently, and named this path Breiðigangur (Broadway). Although in current popular use in those times, this name was never approved in high places, and when Akureyri town council, at the turn of the century 1900, named every street in the town for the first time, Breiðigangur was totally ignored, preference being given to names like Hafnarstræti (Harbour Street) and Aðalstræti (Main Street).

Fire, the old curse of Akureyri, never encroached upon Breiðigangur, although in 1901 the buildings around it were burning fiercely, destroying all the houses in the southernmost part of town and above Aðalstræti, all the way to Búðargil in the north. Another two great fires occurred in 1912 consuming all the houses in the northern part of the old town and entirely changing the face of the town; but once more Breiðigangur escaped. It was mainly in response to frequent fires that a municipal water utility was constructed early in the 20th century. The stone buildings now standing on both sides of Breiðigangur were built in accordance with the town's first zoning plan, which took effect in 1927, stipulating that most of the old timber houses must yield to stone buildings. Walking down Breiðigangur takes you to Laxdalshús, the town's oldest building.