Til baka

Lundargata

Mynd af skiltinu  /  Picture of the sign

Íslenskur texti
English text


Lundargata

Mynd af skiltinu
Oddeyri byrjaði ekki að byggjast að ráði fyrr en undir lok 19. aldar. Árið 1890 bjuggu þar liðlega 200 sálir eða um þriðjungur allra íbúa Akureyrarkaupstaðar. Fjórar verslanir voru þá á eyrinni og fáeinir iðnaðarmenn. Aðalgatan var Strandgata og þeim sessi hélt hún þótt ný öld gengi í garð. Iðnaðar- og verslunarmenn sóttust eftir að búa við götuna.

Nokkuð er um það að hús á eyrinni hafi verið flutt af einni lóð á aðra. Gott dæmi þar um er hin sérkennilega turnbygging (Hauskenshús) við Lundargötu 2 sem fram til 1902 stóð á lóð Strandgötu 23. Lundargata dregur nafn sitt af gamla Lundi, einu fyrsta húsinu á Oddeyrinni, sem stendur við Eiðsvöll sem er bæjarvöllur og útivistarsvæði Akureyringa. Nafnið, segja sumir, vísar til þess þegar danskur her, alls um 30 manns, hertók völlinn árið 1551 og lét viðstadda lofa Kristjáni III Danakonungi eilífum trúnaði og undirgefni „svo sannarlega hjálpi oss Guð“. Hollustueiðurinn var gefinn „á Íslandi á Oddeyri“, eins og það er orðað í samtímaheimild. En til er önnur skýring, að nafnið sé einfaldlega dregið af  þingstaðnum Eidsvoll við vatnið Mjösa í Noregi.

Myndartextar:
Stóra myndin 
Gatnamót Strandgötu og Lundargötu um 1910. Í Strandgötu 21 var öl- og gosdrykkjaframleiðsla, en í Strandgötu 23 var lengi verslun á jarðhæð en kaupmaðurinn bjó á hæðinni fyrir ofan. Húsið hefur frá upphafi verið klætt eldtraustum norskum steinskífum.
Í litla dökkleita húsinu til hægri fæddist skáldið Kristján Níels Jónsson (Káinn) árið 1859. Þá stóð húsið við Aðalstræti 76 en var flutt yfir á Oddeyrina um 1875.
Minni myndir:
* Lundargata til norðurs 1922 en þá var verið að leggja rafmagn á Oddeyrina. Smáíbúðahverfi þar sem flest húsin voru byggð á árunum 1890 til 1900.
* Kjöt og fiskur var í Strandgötu 23B 1950-1961. Þar fékkst „tilbúinn matur í fjölbreyttu úrvali“.
* Fyrr á árum tíðkaðist að uppnefna bæjarbúa eftir því hvar þeir bjuggu í bænum, Eyrarpúkar bjuggu á Oddeyri, Fjörulallar í Innbænum, Þorparar í Glerárþorpi og Brekkusniglar á Brekkunni.
* Í Lundargötu 6 fæddist Jóhann Pétursson (f. 1913 - d. 1984), hávaxnasti Íslendingur fyrr og síðar. Jóhann varð hæstur 2,34 metrar. Á myndinni með honum er læknirinn Steingrímur Matthíasson.
* Séð yfir efri hluta Oddeyrar 1931. Lundargatan nær út að Eiðsvallagötu og Strandgatan er nánast í flæðarmálinu. Húsin til vinstri voru rifin þegar Glerárgatan var byggð/breikkuð á árunum 1978-79. 


Lundargata - Imps, Sloths, Villains & Snails.

Picture of the sign
Building on Oddeyri point only began in earnest at the end of the 19th century. In 1890, about 200 people lived there; one third of the population of Akureyri. Four stores were on Oddeyri and a few tradesmen. The main street was Strandgata which held this status even though a new century had begun. It was much sought after as a residential area by tradesmen and merchants. There are some cases where houses were transported from one site to another, like the turreted building at Lundargata 2 which, until 1902, had stood at Strandgata 23. Lundargata takes its name from one of the first houses, Lundur, to be built on Oddeyri. This now stands by Akureyri’s Eiðsvöllur (Field of Oathtaking) outdoor leisure area. It is said by some that the name dates back to 1551 when 30 Danish soldiers occupied this ground and made those assembled there swear lifelong allegiance to King Kristján of Denmark. But there is another explanation; that its origin stems from the parliamentary site, Eidsvoll, on the shores of Lake Mjösa in Norway.

Big photo: The crossroads of Strandgata and Lundargata, around 1910. Strandgata 21 housed an ale and mineral water company. Strandgata 23 had a store on the ground floor, the merchant living on the floor above. From the first, the house has been clad in Norwegian stone tiles. The dark house to the right was the birthplace of poet Kristján Níels Jónsson (Káinn) in 1859. Aðalstræti 76 was moved to Oddeyri about 1875. 
Smaller photos:
* Lundargata 1922, looking north; bringing electricity to Oddeyri, then a small hamlet where most houses were built between 1890 and 1900.
* Strandgötu 23B 1950-1961,“Meat and Fish, a variety of ready meals“.
* Earlier, inhabitants had district nicknames. “Eyrar-imps in Oddeyri, “Shore-sloths” along the shoreline, “Villains” in Glerá Village and “Slope-snails” on the hill. 
* Lundargata, the birthplace of Jóhann Pétursson (1913-1984), the tallest Icelander ever, being 2.34 metres tall. With him is Dr. Steingrímur Matthíasson.
* Oddeyri, Overview of upper Oddeyri, 1931. Lundargata extends as far as Eiðsvallagata; Strandgata lies almost on the tide mark. The houses on the left were demolished when Glerárgata was built/widened 1978-79.