Til baka

Norðurgata

Mynd af skiltinu  /  Picture of the sign

Íslenskur texti
English text


Norðurgata

Mynd af skiltinu
Eldsvoðar hafa sett svip á Oddeyri. Fyrsti bruninn varð vorið 1906. Þá brann Strandgata 23 og um haustið brunnu meðal annars tvö glæsilegustu hús kaupstaðarins ofarlega á eyrinni.

Til að verjast eldinum voru hús klædd utan með steinskífum og bárujárni. Þegar fyrsta aðalskipulag bæjarins var samþykkt 1927 lék ekki lengur vafi á að steinsteypa væri hið eina rétta byggingarefni. Timbur þótti hins vegar eldfimt og ótækt til húsbygginga. Reglan er því sú að lágreistu timburhúsin, sem eru svo áberandi í gömlu þvergötunum á eyrinni, eru byggð fyrir 1927 en þá tekur við steinsteypuöld. Þessi staðreynd blasir við á horni Strandgötu og Norðurgötu.  Húsin næst Strandgötu eru yfirleitt lágreist einnar hæðar timburhús með risi og kvisti og öll byggð fyrir öld steinsteypunnar. Þegar fjær dregur Strandgötunni í norður taka við steinsteyptar byggingar. Norðurgatan er elsta þvergatan úr Strandgötunni og náði gatan lengst til norðurs að Norðurgötu 31 þar sem fyrst reis hús 1858.

Myndatextar:

Stóra myndin Norðurgata um 1915. Snorri Jónsson, timburmeistari og kaupmaður, byggði 1897 stórhýsi við Strandgötu 29 (húsið fjær á myndinni). Snorrahús var rifið 1987. Húsið nær á myndinni er Norðurgata 2 sem enn stendur. Bæði húsin eru klædd steinskífum. Bifreiðin er af Fordgerð, eign Soffoníasar Baldvinssonar, sem tók bílpróf fyrstur Akureyringa.
Litlu myndirnar:
* Stóra steinhúsið, Norðurgata 17, er í raun tvö hús, byggð 1882 og 1884 og eru friðlýst. Í nyrðra húsinu var prentsmiðja á neðri hæðinni. Húsið er hlaðið úr blágrýti sem er límt saman með kalkmúr en sementsmúr smurt í rifur. Ekkert annað hús á Akureyri er byggt með þessum hætti
* Óþekkt fólk við Fúlalæk á Oddeyri árið 1882. Gamli-Lundur er lengst til vinstri. Í fjarska er hús gullsmiðsins Jóseps Grímssonar. Ljósa tvílyfta byggingin er við Norðurgötu 11 og stendur enn, rétt eins og Stóra steinhúsið (Norðurgata 17).
* Árekstur um 1968. Árekstur á horni Gránufélagsgötu og Norðurgötu 1968. Til hægri er söluturninn sem byggður var 1933. Í honum var lengi rekin lítil hverfisverslun sem hét „Turninn“ og síðar „Esja“. Gránufélagsgatan var lengi vel aðal umferðargatan á Oddeyrinni.


Norðurgata - the Coming of Concrete

Picture of the sign
Fire has made its mark on Oddeyri. The first fire was in spring 1906 at Strandgata 23 then that same autumn two of the most imposing houses in the upper part of town were destroyed. To prevent fire the houses were clad with slate and corrugated iron, but when general planning was agreed in 1927 concrete became the building material of choice. Timber was too inflammable, which means that the low timber houses so prominent in the side streets were constructed before 1927, after which concrete took over.  

This is clearly seen at the corner of Strandgata and Norðurgata. Houses nearest Strandgata are usually one storey timber dwellings with a dormer loft, built before the concrete age. Further away, north of Strandgata, concrete buildings take over. Norðurgata is the oldest side street out of Strandgata and at its northernmost end is Norðurgata 31, the first house built there in 1858. 152, ENS 150

Big photo:  Norðurgata around 1915. Strandgata 29, the large house furthest away, was built by Snorri Jónsson, carpenter and merchant in 1897; it was demolished in 1987. In the forefront is Norðurgata 2. Both houses are clad with slate.  The car is a Ford owned Soffonías Baldvinsson, the first driving licence holder in town.
Small photos:
* The large stone building, Norðurgata 17, is actually two houses built in 1882 and 1884, preserved and protected. The lower house contained a printworks. It is constructed of basalt using mortar, with cement as grouting.  No other building in Akureyri is built this way. 
* People at Fúlilækur, Oddeyri in 1882. Gamli-Lundur is furthest to the left. In the distance is goldsmith Jósep Grímsson’s house. The light coloured two storied house, Norðurgata 11, still stands, as does the large stone house, Norðurgata 17.
*1968, a car crash at the corner of Gránufélagsgata and Norðurgata. To the right is the little turret shop built in 1933. This was a small corner shop, known as “The Turret” and later “Esja”. Gránufélagsgata was long Oddeyri’s main street.