A! Gjörningahátíð
Listasafnið, Ketilhús og víðar
5. - 8. október 2023
A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í sjöunda sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins,
Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.
Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Á meðal þeirra sem komið hafa fram á A! eru Magnús Pálsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Rúrí, Theatre Replacement, Hekla Björt Helgadóttir, Drengurinn Fengurinn, Anna Richardsdóttir, Halldór Ásgeirsson og Tales Frey.
Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram auk viðburða utan dagskrár (off venue).
Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.listak.is og á www.facebook.com/A.performance.festival
Sjá einnig pdf skjal með dagskrá hátíðarinnar 2022 hér dagskrá hátíðarinar 2023 birtist hér þegar nær dregur