Til baka

Á milli heima

Á milli heima

Helgina 27.- 28. febrúar sýna þau Arna G, Valsdóttir og Aðalsteinn Þórsson vídeóverk á vegum Vídeólistahátíðarinnar heim ( Heim ). Nú hyggst Heim vinna verk á öðrum tíma en vanalega til viðbótar við sýninguna í tengslum við A! Gjörningahátíð 2021. Hátíðin hefur boðið Aðalsteini Þórssyni að flytja verk sitt, vinnustofu og sýningarstað Einkasafnið heim til Örnu G. Valsdóttur í formi myndbandsverka. Hefur verkið hlotið nafið Á milli heima.

Helgina 27.- 28. febrúar sýna þau Arna G, Valsdóttir og Aðalsteinn Þórsson vídeóverk á vegum Vídeólistahátíðarinnar heim ( Heim ).

 Nú hyggst Heim vinna verk á öðrum tíma en vanalega til viðbótar við sýninguna í tengslum við A! Gjörningahátíð 2021. Hátíðin hefur boðið Aðalsteini Þórssyni að flytja verk sitt, vinnustofu og sýningarstað Einkasafnið heim til Örnu G. Valsdóttur  í formi myndbandsverka.

Hefur verkið hlotið nafið Á milli heima. 

 Aðalsteinn hefur á undanförnum árum byggt upp aðstöðu fyrir langtímaverkefni sitt Einkasafnið í landi Kristness í Eyjafjarðarsveit.  Arna hefur frá upphafi gert kvikmyndatökur af starfi starf hans og munu þau sameinast um að vinna með þessi myndbönd á útveggjum Vanabyggðar 3. Þetta getur skapað ákaflega heillandi heim þar sem þessi tækni getur flutt einn heim inn í annan. Verkið verður unnið í sterkum tengslum við arkitektúr hússins og spennandi að sjá “skúr” í sveitum Eyjafjarðar verða að stæðilegu húsi á Akureyri og öfugt. Sýningin er unnin í samvinnu við Exton og styrkt af Menningarsjóði Akureyrar.

 Verkið verður sýnt kl. 20.00 - 23 .00 bæði laugardags og sunnudagskvöld.

Bæði eiga þau Aðalsteinn og Arna langan feril í myndlist. Þau leiða hér saman hesta sína í fyrsta skipti í sameiginlegu verki. Bæði stunduðu þau framhaldsnám í myndlist í Hollandi og hafa sýnt víða. www.arnavals.net wwwsteini.art

Hvenær
27. - 28. febrúar
Hvar
Vanabyggð 3
Verð
Ókeypis.
Nánari upplýsingar

 Verkið verður sýnt kl. 20.00 - 23 .00 bæði laugardags og sunnudagskvöld.