Til baka

AC/DC Rokkmessa

AC/DC Rokkmessa

Hinni goðsagnakenndu hljómsveit AC/DC verður gert hátt undir höfði á G H 26.maí.

BRANZI KYNNIR AC/DC ROKKMESSU Á GRÆNA HATTINUM

AC/DC, hinni goðsagnakenndu hljómsveit, sem á mest seldu rokkplötu allra tíma, Back In Black, og hátt í 200 milljón plötur seldar um heim allan á rúmlega 40 ára ferli, verður gert hátt undir á á Græna hattinum, 26. maí næstkomandi.

Ástæða þess að talið er í á þessum tímapunkti er sú að hlavarpið ”Alltaf sama platan” þar sem þáttarstjórnendurnir Smári Tarfur og Birkir Fjalar fjalla um eina plötu sveitarinnar í hverjum þætti hefur runnið sitt skeið og því ber að fagna með rokkmessu.

Á rokkmessunni fá aðdáendur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell, Hells bells, Let there be rock og fleiri stórsmelli. Það er valinn maður í hverju rúmi í þessari mögnuðu messu en hljómsveitina skipa þaulvanir og þéttir íslenskir rokkarar sem hafa gert garðinn frægan í ekki ómerkari sveitum eins og HAM, DIMMA, DR. SPOCK, VINTAGE CARAVAN, 13 og ENSÍMI.

ROKKMESSU SVEITIN:

Söngur: Stebbi Jak

Söngur: Dagur Sig

Gítar / Bakrödd: Óskar Logi Ágústsson

Gítar / Bakrödd: Franz Gunnarsson

Bassi: Flosi Þorgeirsson

Trommur: Hallur Ingólfsson

 

Saga AC/DC

Með einfaldlegan að vopni og eldmóðinn til að leggja heiminn að fótum sér, héldu bræðurnir og gítarleikararnir Angus og Malcolm Young af stað í ferðalag sem hefur legið um gjörvalla veröldina, allar götur síðan árið 1973 þegar AC/DC var stofnuð í Sydney í Ástralíu.

Talsverðar mannabreytingar áttu sér stað fyrst um sinn en með tilkomu trommarans Phil Rudd, bassaleikarans Mark Evans og söngvarans Bon Scott, varð AC/DC loks tilbúin í komandi átök. Segja má að sveitin hafi vart slegið slöku við næstu árin; stanslausar tónleikaferðir á milli þess sem menn unnu dag og nótt í hljóðverinu.

Uppskriftin var einföld: auðmelt þriggja hljóma rokk með tvíræðum textum um partíhald, drykkju og dömur. Frammistaða AC/DC á tónleikum var með eindæmum öflug. Angus, klæddur skólabúningi, þeyttist sviðsenda á milli. Bon Scott heillaði viðstadda með sterkri nærveru sinni svo um munaði. Hann bjó yfir kraftmikilli rödd, var lunkinn textasmiður og það var honum algjörlega í blóð borið að skemmta fólki.

AC/DC gerði sex plötur með Bon Scott innanborðs og aðdáendahópurinn óx með hverri útgáfu. Lög á borð við TNT, Whole Lotta Rosie, Let There Be Rock og Dirty Deeds Done Dirt Cheap fönguðu huga rokkunnenda vítt og breitt og allt stefndi í rétta átt.

Hvenær
föstudagur, maí 26
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4900