Til baka

Acro Jóga Workshop

Acro Jóga Workshop

Við hjónin Tinna Sif og Jacob Wood í samvinnu við Akureyrarstofu bjóðum nú í sumar upp á þrjú Acro Jóga Workshop!

Við höfum stundað Acro Jóga um árabil og langar að deila þessum skemmtilegu æfingum með bæjarbúum á Akureyri sem og ferðamönnum sem þar dvelja. Workshop-in munu eiga sér stað einu sinni í mánuði, þrjú óháð skipti, júní, júlí og ágúst. Stefnt er að því að halda námskeiðin utandyra, í Lystigarðinum fyrir frama Kaffi Laut. Ef ekki viðrar til útiveru þá verður námskeiðið fært og haldið innandyra.

Hvað er Acro Jóga?
Acro jóga er blanda af jóga og fimleikum þar sem tveir eða fleiri vinna saman að því að gera æfingar. Það geta bæði verið æfingar sem oft minna á dans og/eða flæði eða meira slakandi æfingar sem samanstanda af nuddi og teygjum. Þetta er alveg dásamlegar æfingar sem styrkja líkama og sál og frábær leið til þess að styrkja hæfileika okkar til þess að tjá okkur og hlusta á og vinna með öðrum.
Á þessum námskeiðum ætlum að skemmta okkur saman og læra undirstöðuatriðin í acro jóga, vinna með jafnvægi, styrk og jákvæð samskipti í hinum ýmsu æfingum og leikjum. Það þarf ekki að hafa neina reynslu eða að koma með félaga, bara vilja og áhuga til þess að hreyfa sig, læra fullt af nýjum hlutum og vonandi hlæja svolítið. Allir eru velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir.
Þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og stuðla að jákvæðum samskiptum, hafa gaman og finna í sér barnið. Æfingarnar sem við munum fara yfir má svo leika sér með áfram t.d. heima eða í útilegunni.

Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig þar sem takmörkuð pláss eru í boði. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á: tinnasif@gmail.com
eða í síma: 823-0699

Skráningargjald er 500kr og greiðist við skráningu.

ATH
*Best er að koma í þæginlegum aðsniðnum klæðnaði svo ekkert þvælist nú fyrir okkur eða öðrum sem við erum að vinna með.
*Nauðsynlegt er að koma með jógadýnu. Ef tveir eða þrír koma saman er nóg að koma með 1-2 dýnur.

Hvenær
fimmtudagur, ágúst 13
Klukkan
16:30-19:00
Hvar
Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri
Nánari upplýsingar

Viðburðurinn á Facebook