Til baka

Ævintýraleiðangur um Huldustíg í Lystigarðinum

Ævintýraleiðangur um Huldustíg í Lystigarðinum

Fjölskylduvænn leiðangur um huldu og ævintýraheima Lystigarðsins

Frítt er fyrir 13 ára og yngri, í fylgd forráðamanna.

Bryndís Fjóla tekur á móti ykkur við Jónshús sem stendur við gróðurhús garðsinns.
Hún segir ykkur sögur af upplifun með huldufólki og álfum, muninn á þeim og svarar ykkar spurningum um þau. Síðan verður gengið um Huldustíginn sem leið liggur um Lystigarðinn og komið við á stöðum þar sem huldukonurnar Lovísa og Pía dvelja, þar skoðum við áhrifamátt þeirra og hlutverk. Einnig heimsækjum við líka síðasta huldubóndan sem enn dvelur í garðinum, en hann heitir Heimir. Við minnum okkur á að huldufólk og álfar eru hluti af óáþreifanlegum menningararfi okkar.
Í lok leiðangursins göngum við um svokallaðan Kærleiksstíg sem eru trjágöng þar sem fjölmargir álfar dvelja allt árið og eru alltaf tilbúnir að taka á móti gestum. þar finnum við okkur tré sem okkur líst vel á og getum faðmað að okkur og fundið fyrir nærveru trésins, áferð, lygt og jafnvel fundið eða séð álfana sem við þau búa. Hægt verður að gefa sér tíma til þess að safna saman trjágreinum sem finnast á göngustígnum og búa til það sem okkur dettur í hug upp við trjábolina sem þar standa.

Hvenær
laugardagur, mars 30
Klukkan
10:00-11:30
Hvar
Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri
Verð
4000 kr