Dr. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við HÍ kemur í heimsókn á Lögfræðitorg Háskólans á Akureyri.
Guðni mun flytja erindi þar sem hann spyr: „Af hverju er ekki lengur hægt að breyta stjórnarskrá lýðveldisins?“
Rektor Háskólans á Akureyri Áslaug Ásgeirsdóttir ávarpar Lögfræðitorgið í upphafi og setur torgið.
Torgstjóri er Davíð Þór Björgvinsson prófessor og deildarforseti Lagadeildar HA.
Í erindinu ræðir Guðni um þau áform að breyta stjórnarskrá Íslands sem hafa verið uppi frá upphafi þessarar aldar en virðast nú dottin upp fyrir. Veltir hann vöngum yfir því hvers vegna sú sé raunin og freistar þess að rýna í framtíðarþróun í þessum efnum. Að því loknu eru umræður um efni erindisins og mun Guðni svara spurningum og athugasemdum sem fram kunna að koma.
Torgið er öllum opið og íbúar á Akureyri og í nágrenni sérstaklega hvattir til að mæta í húsnæði Háskólans á Akureyri.