Til baka

Afrakstur rafrænnar fuglasmiðju með Brynhildi

Afrakstur rafrænnar fuglasmiðju með Brynhildi

Skemmtileg sýning í Listasafninu á Akureyri.

Verkefnið Sköpun utan línulegrar dagskrár felst í því að bjóða fólki að taka þátt í rafrænni listsmiðju á vegum Listasafnsins á Akureyri.

Smiðjan er tekin upp í Listasafninu og sýnd á netinu, þannig má horfa á smiðjuna á þeim tíma sem hentar best og vinna verkin í samvinnu við sína nánustu. Að auki er lögð áhersla á að þátttakendur fái tækifæri til að sýna verk sín á sérstakri sýningu í Listasafninu á Akureyri.

Markmið verkefnisins er að þátttakendur fái að kynnast ólíkum listformum, þar sem listamenn leiða þau áfram með áherslu á sköpun og sjálfstæði. Fólk fær tækifæri til að efla þekkingu sína og tjá sig í gegnum listina á sínum forsendum. Einnig er mikilvægt að í gegnum verkefnið fá fjölskyldur tilvalið tækifæri til samveru. Markmiðið er jafnframt að minna á að Listasafnið er öllum opið og öll geta tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins og notið listrænnar upplifunar með sínum nánustu.

Í Listasafninu á Akureyri má sjá afrakstur fuglasmiðju með Brynhildi Kristinsdóttur, myndlistarkonu og kennara. Hún kenndi þátttakendum að búa til fugla úr pappamassa.

Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.


Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Hvenær
19. nóvember - 8. janúar
Klukkan
12:00-17:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir fyrir 18 ára og yngri