Til baka

Akureyringar í amstri

Akureyringar í amstri

Myndlistarsýning á óhefðbundnum stað
Sumarlistamaður Akureyrar 2020, Astrid María Stefánsdóttir, hefur notað júlí mánuð í að spæja um íbúa bæjarins og teiknað bæði menn og dýr í sínu daglega amstri. Útkomuna, þ.e. teikningar og skissur eftir listakonuna, má njóta í sundlauginni frá og með föstudeginum 31. júlí.
 
Opið er í sund fyrir hámark 100 gesti í einu (fjöldatakmörkun tekur gildi kl. 12 í dag). Listakonan Astrid María Stefánsdóttir verður á staðnum kl. 14-16 í dag, tilbúin til spjalls um skemmtilegar myndirnar Í ÖRUGGRI 2JA METRA FJARLÆGÐ.
 
*Viðburðurinn er hluti af Listsumri
 
Sjá viðburð á Facebook HÉR
Hvenær
31. júlí - 31. ágúst
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Nánari upplýsingar

Aðgangseyrir í sundlaug