Til baka

Álfar og huldufólk á Akureyri

Álfar og huldufólk á Akureyri

Fyrirlestur Bryndísar Fjólu Pétursdóttur og Katrínar Jónsdóttur

Landið okkar er ríkt af heimildum um huldu- og álfabyggðir sem birtast víða í íslenskum bókmenntum, listum og munnlegum frásögnum. Halda þarf umræðunni lifandi um samtal okkar við huldufólk og álfa og að safna frásögnum um reynslu fólks og skrá þær fyrir komandi kynslóðir.

Fyrirlesturinn byggir á heimildum Huldustígs í Lystigarði Akureyrar og á heimildum sem Erla Stefánsdóttir sjáandi skildi eftir sig um huliðsheima Akureyrar. Bryndís Fjóla og Katrín leggja áherslu á að við tengjumst náttúrunni, skynjum hulduheima og virðum okkar þjóðar- og menningararf.

Bryndís Fjóla er garðyrkjufræðingur og verkefnastjóri Huldustígs ehf. Hún starfar sem sjáandi og vinnur að fræðslu til að viðhalda þekkingu á huldu- og álfheimum landsins, þar á meðal búsvæðum huldufólksins í Lystigarðinum á Akureyri.

Katrín er svæða- og viðbragðsfræðingur og útgefandi Huliðsheimakorts Akureyrar sem var gefið út árið 2009. Kortið er merkileg heimild sem Erla Stefánsdóttir sjáandi vann, en þar er m.a. hægt að sjá valda staði þar sem Erla sá verur úr öðrum víddum halda til.

Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir viðburðinn.

Öll hjartanlega velkomin!

Hvenær
föstudagur, október 4
Klukkan
13:30-15:00
Hvar
Salurinn á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri ,
Verð
Enginn aðgangseyrir