Til baka

Allra veðra von

Allra veðra von

Bráðskemmtileg sirkussýning Hringleiks fyrir unga sem aldna.

Nýsirkussýning undir berum himni
- fyrir fólk á öllum aldri

UM SÝNINGUNA
Allra veðra von er nýsirkussýning Hringleiks þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið.

Sýningin er myndræn og hrífandi fyrir áhorfendur á breiðum aldri óháð tungumáli. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.

Frá upphafi hefur veðrið verið stærsti örlagavaldur lífs á norðlægum slóðum. Gjörvöll menning Íslendinga er sannarlega lituð af áhrifum þessa fyrsta og síðasta umræðuefnis landans og þegar litið er til framtíðar er ekki hjá því komist að horfast í augu við veðrið og tengsl okkar við það.

Hringleikur frumsýndi Allra veðra von í Tjarnarbíói í vor og sýnir verkið utandyra víðsvegar um landið í allt sumarið.

  • Ókeypis aðgangur er fyrir börn 5 ára og yngri
  • Veittur er fjölskylduafsláttur þegar keyptir eru 4 miðar eða fleiri á fullu verði
  • Rafræn leikskrá HÉR

 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

• Til að njóta sýningarinnar er mikilvægt að vera klæddur eftir veðri

• Gott er að taka með setu eða teppi og annað sem getur stuðlað að notalegri upplifun

• Við mælum með að mæta um 20 mínútum áður en sýning hefst

• Ef breytingar verða vegna óviðráðanlegra aðstæðna verða upplýsingar sendar í tölvupósti til þeirra sem keypt hafa miða

• Við hvetjum áhugasama til að skrá sig á póstlista Hringleiks og fylgjast með sirkusferðalaginu á instagram.com/hringleikur og facebook.com/hringleikur

 

Höfundar og leikhópur: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Thomas Burke, Bryndís Torfadóttir, Nick Candy
Leikstjórn og handrit: Agnes Wild
Búninga- og sviðsmyndahöfundur: Eva Björg Harðardóttir
Tónlist: Sigrún Harðardóttir
Aðstoð við sviðshreyfingar: Juliette Louste
Framleiðsla: Karna Sigurðardóttir og Eyrún Ævarsdóttir

Allra veðra von er unnið af sirkuslistafélaginu Hringleik í samstarfi við Miðnætti leikhús.

 


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars

 

Hvenær
laugardagur, júlí 24
Klukkan
14:00
Hvar
MA túnið
Verð
3500
Nánari upplýsingar

Miðasala HÉR
Ókeypis aðgangur er fyrir börn 5 ára og yngri
Veittur er fjölskylduafsláttur þegar keyptir eru 4 miðar eða fleiri á fullu verði