Til baka

Allt til enda

Allt til enda

Sýning á afrakstri ljósmyndavinnustofu.

Afrakstur þriðju og síðustu listvinnustofu verkefnisins Allt til enda er nú til sýnis í Listasafninu á Akureyri. Ljósmyndarinn Sigríður Ella Frímannsdóttir (Sigga Ella) bauð ungmennum á aldrinum 12 til 16 ára að skoða heiminn og listina í Listasafninu á Akureyri með augum myndavélarinnar. Ungmennin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að læra á myndavélina, leita sér innblásturs, taka og velja myndir í samstarfi við Siggu Ellu, hengja upp og sýna afraksturinn. Sýningin stendur til 11. apríl 2021.

Sýnendur ljósmyndavinnustofunnar eru:

Emilía Ingibjörg Guðjónsdóttir  f. 2008
Grímur Finnsson  f. 2007
Hekla Sólveig Magnúsdóttir  f. 2006
Jóhanna María Gunnarsdóttir  f. 2005
Katrín Karlinna Sigmundsdóttir  f. 2008
Númi Kristínarson  f. 2008
Oddur Atli Guðmundsson  f. 2008
Rebekka Nótt Jóhannsdóttir  f. 2007
Þórelfa Grein Gísladóttir  f. 2008

 

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Akureyrarbæ. Einnig nýtur ljósmyndavinnustofan sérstaks stuðnings frá Origo og Ljósmyndaprentun.


Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
1. - 11. apríl
Klukkan
12:00-17:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Frítt fyrir 18 ára og yngri
Nánari upplýsingar