Til baka

Alone Together: Starfsmannapartí / Staff Party

Alone Together: Starfsmannapartí / Staff Party

A! Gjörningahátíð
Dustin Harvey

Alone Together: Starfsmannapartí / Staff Party

Lokakafli sögunnar og þátttakendum boðið í „starfsmannapartý“.

Í nútímasamfélagi er einmanaleiki orðinn útbreidd plága. Gæti hin sí-raunverulegri gervigreind boðið okkur upp á lausnir? Gagnvirkt smáforrit kynnir okkur fyrir Kya, sem er starfskraftur hjá hinu skáldaða Alone Together – umboði sem leigir út staðgengla fjölskyldumeðlima til fólks sem er einmana.

Setjið ykkur í spor Kya í heimsóknum hennar og sestu hjá Söru, sem hefur ekki hitt dóttur sína lengi. Þitt hlutverk er að leika dótturina eins vel og þér er fært í raunverulegu samtali og gleðja Söru. Þú munt sigla um forvitnilega veröld Fjölskylduleigumiðlunarinnar í gegnum fjóra gagnvirka þætti. 
 
Þessi sýndarveruleikareynsla fer mun lengra en hugmyndin um að tala við vélmenni, því tæknin bregst við hreyfingum þínum og tali. Hönnuðirnir hafa reynt að gera þetta eins raunverulegt og hægt er, sem þýðir að þú getur talað við ófullkomna holdgervinga og náð raunverulegri sýndartengingu.
Hvenær
laugardagur, október 7
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir