Fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta býður Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni Akureyringum upp á smakk frá ýmsum löndum á Amtsbókasafninu kl. 13-15. Markmið viðburðarins er að kynna mismunandi matarmenningu og efla tengsl milli allra íbúa bæjarins. Þetta er í sjöunda skiptið sem Alþjóðlegt eldhús er haldið á Akureyri.
Aðgangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum.
Dagskráin er í boði Amtsbókasafnsins á Akureyri, Akureyrarbæjar, Norðurorku og Papco.
#menningarsjodur #hallóakureyri
Ath! Lokað á safninu!
Viðburðurinn er hluti af Viku 17 sem er alþjóðleg vika Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir Heimsmarkmiðunum á dagskrá Amtsbókasafnsins.
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.