Til baka

Andlitsleysur - Málverkasýning

Andlitsleysur - Málverkasýning

Ný sýning Heimis Snæs Sveinssonar “Andlitsleysur” opnar kl. 12 þann 8. júlí í Holunni Gránufélagsgötu 4 á Akureyri.
Ný sýning Heimis Snæs Sveinssonar “Andlitsleysur” opnar kl. 12 þann 8. júlí í Holunni Akureyri. Sýningin stendur til 10. júlí og er opin 12-18 alla sýningardaga.
Í sýningunni eru tekin fyrir ýmis einkenni andlitsleysna í sögu málverka og hvar þær gætu birst í daglegu lífi.
Andlitsleysur eru fígúrur í málverkum sem hafa af einni eða annarri ástæðu hulið eða afmáð andlit, til fulls eða að hluta til, í þeim tilgangi að vekja upp ákveðnar tilfinningar, tengdum innra hugarástandi.

Málverkin eru teiknuð með olíupastel á olíupappír. Þessi aðferð skapar nánd með handbragði þess og gæðir fígúrunum holdlegt en einfeldningslegt yfirbragð. Undirtónn verkanna tengist einnig kenningunni um “hið óhugnanlega” (the uncanny) eða hvernig kunnuglegar verur og hlutir skapa óhugnað vegna einhvers framandi eiginleika sem þau bera með sér.
Heimir Snær er útskrifaður listmálari úr Myndlistaskólanum í Reykjavík. Fyrsta málverkasýning hans var haldin í Núllinu Bankastræti fyrr á árinu.
Hvenær
8. - 10. júlí
Klukkan
12:00-18:00
Hvar
Gránufélagsgata 4, Akureyri
Verð
Frítt