Til baka

Andrea Weber - Rúntur & Returns

Andrea Weber - Rúntur & Returns

Listasýning í Kaktus
Opnun: 8. ágúst kl. 17:00 - 22:00.
Gjörningur kl. 20:30.
 
Einnig opið laugardag 9. ágúst til mánudag 11. ágúst frá kl. 14:00 - 18:00.
Gjörningur laugardag 9. ágúst kl. 15:00.
 
Rúntur & Returns
Þessi sýning kannar hringrásir söfnunar og endurkomu í gegn um 15 ára ferli og sambandi við íslenskt landslag. Skráð með ljósmyndun, upptökum, lestri og skúlptúrum á tímabilinu 2009 - 2024.
Með samsetningu málverka, vefnaðar, skúlptúra og myndverka tekst sýningin á við ferli staðbundinna kynna og menningarlegrar aðlögunar. Verkin rekja ólínuleg ferðalög leitar og uppgötvunar, og varpa ljósi á á hvernig óstaðbundin listræn iðkun samræmir sig nýju umhverfi í gegnum skrásetningu, efnistöku og helgisiðabundin tengsl við staðbundnar hefðir.
Innsetningin sýnir hvernig landfræðilegur óvaranleiki mótar listræna tjáningu yfir lengri tíma og setur fram þá hugmynd að langvarandi verkferli geti fært djúpa innsýn í stað, tilveru og umbreytingarmátt sköpunar í gegnum líkamlega nálgun á landslagi.
 
Andrea Weber | Þýsk-franskur listamaður
Andrea Weber býr og starfar á milli Parísar og Íslands, þar sem hún einbeitir sér að rými, tíma og tengslum líkama við umhverfi.
Kjarnaverkefni hennar, „Weather Transcription“, felur í sér abstrakt málverk unnin á kalkpappír, dúkum og striga, innblásin af himin breytingum og náttúrulegum fyrirbærum. Vatn mótar efni og myndar áferð sem kallar fram náttúrulegar hreyfingar, verkin eru oft hluti af innsetningum sem eiga í samspili við sýningarrýmið.
Andrea vinnur einnig mikið með gjörningalist og ljósmyndun, þar sem hún skapar samtal milli líkama og umhverfis í gegnum dans, upplestur og staðbundna gjörninga í náttúrulegu landslagi.
Eftir útskrift í ljósmyndun frá Listaháskólanum í Essen í Þýskalandi hélt hún áfram listnámi við Beaux-Arts í París. Verk hennar hafa notið stuðnings frá DRAC Île-de-France og Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, og sýnt í fjölmörgum menningarstofnunum í Frakklandi, Þýskalandi, á Íslandi og í Taívan. Hefur hún verið félagi í Cercle de l'Art, samtökum sem styðja og efla konur í myndlist.
 
 
Kaktus er styrktur af SSNE, Myndlistarsjóði, Menningarsjóði Akureyrar og KEA.
Hvenær
laugardagur, ágúst 9
Klukkan
14:00-18:00
Hvar
Kaktus, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir