Til baka

Angurværð

Angurværð

Gæða tónlist, frumsamið efni í bland við vandaðar og vel útsettar ábreiður.

Angurværð ætlar að halda tónleika á Græna Hattinum fimmtudagskvöldið 19.október.

Hljómsveitin var stofnuð á Akureyri árið 2016 og er skipuð þaulreyndu tónlistarfólki:
– Anna Skagfjörð, söngur
– Einar Höllu, gítar og söngur
– Helgi Guðbergsson, bassi
– Borgar frá Brúum, rafmagnsgítar

- Halli Gulli, trommur,

- Ísak Már Aðalsteinsson – píanó

Á tónleikunum lofa þau gæða tónlist, frumsamið efni í bland við vandaðar og vel útsettar ábreiður. En hljómsveitin hefur nú þegar gefið út eigin tónlist við góðar undirtektir.
Angurværð hefur einnig komið fram á ýmsum viðburðum og tónleikum síðustu ár og eru umsagnir einróma um fallega og vel útsetta tónlist.
Hvað er betra á fimmtudagskvöldi en að ylja sér við hugljúfa tónlist á einum frægasta tónleikastað landsins.

 

 

 

Hvenær
fimmtudagur, október 19
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
3500