Mig langar að skora á mig og gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég verð einn míns liðs og ætla að spila lög úr katalóginum mínum og prófa nýjar nálganir á einhver þeirra. Einnig spila ég nokkur ný og óútgefin lög. Seinna í ár verð ég með fleiri sólótónleika í Evrópu og þetta gefur mér tækifæri á að prófa mig áfram áður en ég fer út.
Lúpína hitar upp
Hin 21 ára Nína Solveig Andersen gaf út sitt fyrsta lag sem sóló listakonan lúpína haustið 2022. Síðan þá hefur hún gefið út þrjá síngla og sína fyrstu breiðskífu 'ringluð' í byrjun árs 2023. Tónlist lúpínu hefur verið líst sem scandipopp á íslensku, en tónlistarkonan leikur sér við að kanna mörk popptónlistar og blanda saman ólíkum tónlistarstílum innan ramma poppsins. Tónlistin, sem er blanda persónulegra texta og ólíkra hljóðheima unnin í samstarfi við samnemendur hennar í norska poppframleiðsluskólanum LIMPI, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlinum Tiktok og birts á sjónvarpsskjám landsmanna í Vikunni með Gísla Marteini.