Til baka

Augnablik samskipta

Augnablik samskipta

Myndlistarsýning
Viðfangsefni málverkana er hið daglega líf fólks og athafnir þess. En þessar athafnir fólks eru óendanleg uppspretta myndefnis sem gaman er að leika sér með, s.s. með því að teygja og toga líkama á málverkunum eins og hentar hverri mynd. Litagleði og kímni einkenna málverkin sem eru máluð til að njóta þess að fara með ímyndunaraflið í ferðalag og gleðjast.
 
Ásta Bára er búsett á Akureyri og hefur unnið í myndlist frá því hún útskrifaðist af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2009. Hún hefur haldið 7 einkasýningar og tekið þátt i fjölda samsýninga. Málverkin eru unnin með akryl á striga eða á pappír. Innblásturinn í verkum Ástu Báru er aðalega mannlíf líðandi stundar.
Hvenær
12. - 14. júlí
Klukkan
14:00-16:00
Hvar
Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti, Akureyri