Til baka

Babybop djasstónleikar

Babybop djasstónleikar

Kl. 15.00-16.00 - Ljúfir tónleikar í Lystigarðinum í tilefni Akureyrarvöku.

Djasstríóið Babybop heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum. Notaleg stund í fallegu umhverfi. 

Þátttakendur í skemmtilegasta hjólaviðburðinum Tweed Ride koma við á viðburðinum.

Babybop er tónlistarhópur sem var stofnaður á Akureyri af Dimitrios Theodoropoulos. Megintilgangur hópsins er að skapa jákvætt og hvetjandi umhverfi sérstaklega fyrir ungt fólk og gefa tónlistarmönnum á fjölbreyttum stigum tækifæri til að þróa tónlistarhæfileika sína. 

BabyBop djazztríó:
Dimitrios Theodoropoulos - gítar
Jóel Örn Óskarsson - gítar
Embla Dýrfjörð - bassi


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku.

Hvenær
sunnudagur, ágúst 28
Klukkan
15:00-16:00
Hvar
LYST, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Nánar um Babybop HÉR