Til baka

Barn sem nýtur réttinda sinna

Barn sem nýtur réttinda sinna

Sýning á verkum nokkurra barna í grunnskólum á Akureyri og Grenivík.

Listasýningin Barn sem nýtur réttinda sinna er sýning á verkum nokkurra barna í grunnskólum á Akureyri og Grenivík. Sýningin er samstarfsverkefni á milli Giljaskóla, Naustaskóla, Grenivíkurskóla og Menningarfélags Akureyrar.

Verkin eru unnin út frá hugmyndinni um barn sem nýtur allra réttinda sinna, samanber sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Sjónlistakennarar og börnin áttu samræður um það hver réttindi barna eru og hvað það merki að njóta allra réttinda sinna. Í umræðunum var teflt saman ólíkum kringumstæðum barna um heim allan og hver þeirra eigin staða er í því samhengi.

Sýningin opnar laugardaginn 3. október kl. 13:00 - 14:30 og eru allir hjartnalega velkomnir.

Sýningin stendur til 26. október og aðgengileg á opnunartíma Menningarhússins Hofs.


Viðburður á Facebook HÉR


Viðburðurinn er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem fer fram í október og nýtur stuðnings Akureyrarbæjar.

Hvenær
3. - 26. október
Klukkan
13:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir.

Aðgengileg á opnunartíma Menningarhússins Hofs