Til baka

Barna- og fjölskylduferð

Barna- og fjölskylduferð

Ferðafélag Akureyrar

Barna- og fjölskylduferð: Gengið að Gamla

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Gengið er frá bílastæðinu við Sólúrið í Kjarnaskógi og þaðan upp að Gamla, skála skáta á Akureyri, þar verður göngugörpum boðið upp á léttar veitingar. Svipuð leið verður gengin til baka. Gangan upp eftir er nokkuð á fótinn en gengið verður rólega svo allir njóti sem best.
Vegalengd alls 3-4 km. Gönguhækkun 190 m.
Þátttaka ókeypis.

Hvenær
8. - 10. júní
Klukkan
17:00-19:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
Þátttaka ókeypis