Til baka

Barna- og fjölskylduferð í Lamba

Barna- og fjölskylduferð í Lamba

Ferðafélag Akureyrar

Lambi á Glerárdal

Brottför kl. 10 frá bílastæði við uppgöngu á Súlur.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir.
Lagt er af stað frá bílastæðinu við uppgönguna á Súlur og gengið fram Glerárdal í skálann Lamba þar sem gist verður eina nótt. Ferðin býður upp á fjölbreytta upplifun úti í náttúrunni m.a. þarf að stikla yfir læki á leiðinni. Lambi er vel útbúinn fjallaskáli með olíukyndingu og gashellu en sækja verður drykkjarvatn í lækinn. Þegar komið er fram í ágúst er farið að dimma á kvöldin og gaman að upplifa myrkrið í fjallakyrrðinni.
Vegalengd alls 22 km (11 km hvorn dag). Gönguhækkun 440 m.
Verð: Fullorðnir 9.500/13.000, frítt fyrir börn. Innifalið: Fararstjórn og gisting í eina nótt fyrir einn fullorðinn og börn.

Hvenær
12. - 13. ágúst
Klukkan
10:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
9.500 kr./ 13.000 kr. fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn