Til baka

Benni Hemm Hemm

Benni Hemm Hemm

Benni Hemm Hemm ásamt stórhljómsveit.
Benni Hemm Hemm rúllar norður á Akureyri föstudaginn 25. nóvember til að halda upp á útkomu Lendingar, fjórtándu breiðskífu hljómsveitarinnar.
Það er alltaf stuð þegar Benni Hemm Hemm spilar á Græna hattinum og í þetta skiptið verður stuðið í hámarki og slagarar plötunnar sem hafa fengið að hljóma í útvarpinu upp á síðkastið fá allir að njóta sín á besta tónleikastað landsins.
Með hljómsveitinni leika Margrét Arnardóttir, harmónikkuleikari, Páll Ivan frá Eiðum, baritónrafmagnsgítarleikari, Ívar Pétur Kjartansson, trommuleikari, Ragnar Helgi Ólafsson, rafmagnsgítarleikari, Thoracius Appotite, rafmagnsgítarleikari, Kári Hólmar Ragnarsson, básúnu- og hljómborðsleikari, Elsa Kristín Sigurðardóttir, kornettleikari, Áki Ásgeirsson, trompetleikari, Sturlaugur Jón Björnsson, bassaleikari, Ingi Garðar Erlendsson, básúnuleikari og Benedikt H. Hermannsson, gítarleikari og söngvari.
Hvenær
föstudagur, nóvember 25
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4500