Til baka

Blóma- og jógaferð í Leyningshóla

Blóma- og jógaferð í Leyningshóla

Fræðsla, ganga og jóga. Spennandi nýjung hjá FFA.

 

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Brynhildur Bjarnadóttir og Þóra Hjörleifsdóttir
Ekið verður upp á hólabrúnina í mynni Villingadals og gengið þaðan eftir vegi og stígum um hólana. Fræðsla og umræður um trjágróður og á leiðinni skoðum við þau blóm sem á vegi okkar verða og gildi þeirra í náttúrunni. Þátttakendur nota skilningarvitin til að dýpka upplifun sína af náttúrunni. Gangan fer að mestu fram í kyrrð þar sem tækifæri er veitt til að rækta sál og líkama í fallegri náttúru Eyjafjarðar með gönguhugleiðslu ásamt núvitundar- og öndunaræfingum. Létt ganga og ferð við flestra hæfi. Vegalengd alls um 8 km. Gönguhækkun lítil.
Þátttaka ókeypis.

Skráning á www.ffa.is

Hvenær
laugardagur, júní 18
Klukkan
13:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
Þátttaka ókeypis