Guðmundur Tawan Víðisson, sumarlistamaður Akureyrar 2025, mun sauma þurrkuð blóm á kjól í Menningarhúsinu Hofi þann 17. júlí klukkan 11:00-17:00.
Blómin voru tínd í Eyjafirði sumrin 2024 og 2025: blágresi, munablóm, sóleyjar, sigurskúfur og fleiri tegundir. Annar efniviður listamannsins eru þurrkaðar rósir og blóm frá Býflugunni og Blóminu.
Guðmundur Tawan heldur tískusýningu 16. Ágúst sem ber heitið Dýrð í Fagraskógi undir fatamerkinu Þúsund Þakkir og verður sýnd í Hofi. Verkefnið sækir innblástur í Hjarta Akureyrar, ljóðræna rómantík Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og náttúrusögum Jóns Árnasonar.
Hlekkur á Dýrð í Fagraskói á vef Menningarfélags Akureyrar:
https://www.mak.is/is/vidburdir/dyrd-i-fagraskogi
Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2025