Til baka

Borðspil fyrir fullorðin

Borðspil fyrir fullorðin

Hittumst á Amtsbókasafninu og spilum borðspil saman.
Einn miðvikudag í mánuði er Amtsbókasafnið með borðspilaviðburð fyrir fullorðna. Viðburðirnir fara fram milli kl. 16:30-18:30 á kaffihúsi safnsins, Orðakaffi.
Gestum standa til boða öll spil úr spiladeild safnsins en þátttakendur eru jafnframt hvattir til þess að koma með sín eigin spil og kenna öðrum.
Öll hjartanlega velkomin, bæði byrjendur og langt leiddir spilanördar.
Engin þörf er að skrá sig fyrirfram, nóg er að mæta á staðinn.
Hér má sjá yfirlit yfir spil í eigu Amtsbókasafnsins: https://www.akureyri.is/.../yfirlit-fyrir-vef-agust-2021.pdf.
Hrönn Björgvinsdóttir heldur utan um borðspilaviðburði. Nánari upplýsingar veitir Hrönn á netfanginu hronnb@amtsbok.is.

 

 

Hvenær
miðvikudagur, október 27
Klukkan
16:30-18:30
Nánari upplýsingar