Til baka

Borðspil - fyrir fullorðin

Borðspil - fyrir fullorðin

Borðspilaviðburðir annan hvern miðvikudag á bókasafninu.

Borðspilaviðburðir fyrir fullorðna fara fram á kaffihúsi bókasafnsins, Lestur Bistro, annan hvern miðvikudag yfir vetrartímann. Spiluð eru spil úr eigu safnsins auk þess sem fólk er hvatt til að koma með eigin spil og kenna öðrum.

 

Einu sinni í mánuði sér starfsmaður bókasafnsins um leiðsögn og kennslu fyrir þau sem þess óska en aðra miðvikudaga sjá þátttakendur sjálfir um að kenna hverju öðru.

 

Hrönn Björgvinsdóttir heldur utan um spilaviðburði, hronnb@amtsbok.is.

Hvenær
miðvikudagur, apríl 26
Klukkan
16:30-18:30
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri