Til baka

Boreal Screendance Festival 2023

Boreal Screendance Festival 2023

BOREAL SCREENDANCE FESTIVAL 2023

Dansmyndahátíðin Boreal fer fram í fjórða sinn 10. - 23. nóvember 2023!

 

Sýningastaðir eru Ketilhús Listasafnsins á Akureyri, Mjólkurbúðin og Deiglan.

 

Boreal hefur verið haldin árlega síðan 2020 í Listagilinu á Akureyri. Hátíðin miðar að eflingu danslista og margmiðlunar á Norðurlandi með nýstárlegri nálgun á sýningar myndbandsverka frá öllum heimshornum. Í ár verða til sýningar 35 dansmyndir eftir listafólk og hópa frá 22 löndum.

 

Boreal á samfélagsmiðlum:
https://www.instagram.com/boreal_akureyri/
https://www.facebook.com/borealakureyri

Heimasíða Boreal:
https://borealak.is/

 

Samstarfs- og styrktaraðilar Boreal Screendance Festival 2023 eru: Listasafnið á Akureyri, Gilfélagið, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra & Prentmet/Oddi.

Hvenær
10. - 23. nóvember
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri