Til baka

Bríet

Bríet

Hún elskar að kanna tilfinningar og nota tónleikastina til að tjá þær.
Bríet er margverðlaunuð tónlistarkona best þekkt fyrir lögin sín “Esjan”, “Feimin(n)” og “Rólegur kúreki”. Hún er fjölhæfur hljóðfæraleikari sem skrifar og flytur sín eigin lög, en hún hefur einnig unnið með mörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina.
Bríet hefur verið að semja tónlist og koma fram síðan að hún var unglingur. Hún elskar að kanna tilfinningar og nota tónlistina til að tjá þær.
“Ég elska litinn gulann. Ég elska fólk sem hlær og ég dýrka blóm. Ég var 17 ára þegar ég gaf út fyrstu smáskífuna (EP) mína og öll tónlistin mín er um ástina á einn eða annan hátt”.
Forsalan er á midiX.is
Hvenær
föstudagur, júlí 19
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
6500