Til baka

Búningavinnustofa ÞYKJÓ / Allt til enda - Listvinnustofur barna

Búningavinnustofa ÞYKJÓ / Allt til enda - Listvinnustofur barna

Síðasta listvinnustofan í verkefninu Allt til enda. Listvinnustofa fyrir 1.-4. bekk með Ninnu og Sibbu úr hönnunarteyminu ÞYKJÓ
Hefur þig alltaf vantað gott skott? Væri ekki gaman að geta búið til risastór fílaeyru eða einhyrningshorn? Komdu í þykjó með Ninnu og Sibbu!

Í listvinnustofunni fá börn tækifæri til að búa til sína eigin búninga með tveimur hönnuðum úr hönnunarteyminu Þykjó. Við fáum innblástur úr óvæntum áttum frá safngripum Listasafnsins og lærum að finna gull og gersemar úr endurnýttum efnalager. Vinnustofan veitir innsýn í sníðagerð og skapandi textílvinnu sem miðar að því að börnin eignist sinn eigin búning sem getur orðið uppspretta ímyndunarleikja. Í lok vinnustofunnar setja þátttakendur verkin sín upp á sýningu í Listasafninu, sem þau sjálf skipuleggja. Sýningin stendur til 5. júní 2022.

Ninna Þórarinsdóttir er barnamenningarhönnuður sem hannar fjölbreytt leikföng, myndskreytir bækur og byggingar og hefur leitt skapandi smiðjur fyrir börn síðustu ár.

Sigurbjörg Stefánsdóttir er fatahönnuður og klæðskeri sem hefur hannað og saumað búninga fyrir leikhús, óperur, bíómyndir og sjónvarpsþætti. Þær sérhæfa sig í að hanna fyrir börn - í samstarfi við börn - og hlakka mikið til að leggja af stað í ný ævintýri í Listasafninu

Aldur: 1.-4. bekkur.
Tímasetning: Kl. 11-13 laugardag og sunnudag.
Staðsetning: Safnfræðslurými Listasafnsins á Akureyri.
Þátttakendur: 12 börn – skráning nauðsynleg.
Skráning: Fullt er á listvinnustofuna
 

Allt til enda - listvinnustofur barna
Verkefnið felst í því að bjóða börnum á grunnskólaaldri að sækja þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri og vinna þar verk undir leiðsögn kraftmikilla og spennandi listamanna og hönnuða. Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið í samstarfi við leiðbeinanda og sýna svo afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett verður upp í lok listvinnustofunnar og verður öllum opin. Þar fá börnin tækifæri til að láta ljós sitt skína á sinni eigin sýningu í Listasafninu, allt frá upphafi til enda.
Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Björk Vilhjálmsdóttir á netfanginu heida@listak.is eða í síma 892-0881.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Akureyrarbæ.
Hvenær
14. - 15. maí
Klukkan
11:00-13:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Fullt er á listvinnustofuna
Nánari upplýsingar

Nánar um allar listvinnustofurnar HÉR