Til baka

Dagsferð til Mývatnssveitar

Dagsferð til Mývatnssveitar

Mývatn og umhverfi þess er af mörgum talinn einn fegursti staður landsins og þótt víða væri leitað. Komdu með okkur í dagsferð um stórbrotið landslag og slakaðu á í hinum margrómuðu Jarðböðum.

Lagt er af stað frá Akureyri og ekið sem leið liggur að Goðafossi. Þar er stoppað í 20-45 mínútur áður en ekið er til Mývatnssveitar. Við Mývatn er stoppað á helstu stöðum gg farið í stuttar gönguferðir um gervigíga, úfin hraun og hverasvæði. Að því loknu stoppum við í Jarðböðunum við Mývatn, borðum þar síðbúinn hádegsmat og slökum í náttúrulegu gufuböðunum og heitu lóninu.

Aðgangur að Jarðböðunum er ekki innifalin í verðinu en hægt er að kaupa aðgang á netinu eða á staðnum. Það getur verið uppselt í böðin þannig að við mælum með að kaupa miða á netinu, www.myvatnnaturebaths.is, komutími í böðin er kl 14:00.

Helstu áfangastaðir:

  • Goðafoss 
  • Skútustaðagígar 
  • Dimmuborgir 
  • Grjótagjá
  • Námafjall
  • Game of Thrones tökustaðir við Mývaatn
  • Jarðböðin við Mývatn
Hvenær
þriðjudagur, júní 15
Klukkan
09:00-17:00
Hvar
Whale Watching Akureyri, Akureyri
Verð
19900 kr