Til baka

Dandri

Dandri

Daníel Andri með sumartóna í Davíðshúsi

Daníel Andri er vestfirskur tónlistarmaður sem er búsettur á Akureyri. Hann hefur komið víða við í tónlistarsenunni á Akureyri og hefur spilað t.a.m. í alls kyns veislum, viðburðum og á sveitaböllum um allt land. Á dagskránni er frumsamið efni í bland við þekktari lög. Mikill sumarblær verður yfir dagskránni og mun fatavalið renna stoðum undir það. Daníel Andri er partur af fyrstu kynslóð skapandi tónlistar við TónAk. Í haust fer hann í víking til Hollands þar sem stefnan er sett á nám í tónlist.

*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
laugardagur, júlí 25
Klukkan
15:00-16:00
Hvar
Bjarkarstígur 6, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir - frjáls framlög
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir - tekið verður við frjálsum framlögum