Alla þriðjudaga í júlí mun Sunneva Kjartans, sumarlistamaður Akureyrar æfa ballet uppi á svölunum í Hofi sem gestir og gangandi geta fylgst með. Sunneva stundar um þessar mundir nám við Copenhagen Contemporary Dance School og mun nýta rýmið í Hofi til þess að gera ballet æfingar við stöng með nútímalegu ívafi rétt eins og hún gerir í skólanum úti. Svo tillið ykkur í Hamragilið og njótið!