Til baka

Dansmyndahátíðin Boreal

Dansmyndahátíðin Boreal

Gluggasýning
Dansmyndahátíðin Boreal mun fara fram í Mjólkurbúðinni á Akureyri dagana 20.-22. og 27.-29. nóvember.
Verkin verða sýnd innandyra og verða aðgengileg áhorfendum í gegnum glugga Mjólkurbúðarinnar. Ekki verður opið inn í Mjólkurbúðina vegna sóttvarnaráðstafana.
Sýningar hefjast klukkan klukkan 18:00 og standa til 22:00 þá daga sem hátíðin stendur yfir.
Mismunandi verk verða til sýnis hvora helgi svo hvert holl verður frumsýnt á föstudegi og verður sýnt til sunnudags. Allir eru velkomnir á frumsýningu vídeóverkanna meðan fjöldatakmörkun leyfir.
Til sýnis verða vídeódansverk eftir listamenn víða að en flestir eru frá Íslandi og Mexíkó.
Boreal er styrkt af Akureyrarbæ.
Hvenær
27. - 29. nóvember
Klukkan
18:00-22:00
Hvar
Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti 12, Akureyri
Nánari upplýsingar

Viðburðurinn á Facebook