Til baka

Diskósúpa

Diskósúpa

Velkomin í gómsæta diskósúpu
Í tilefni Evrópsku nýtnivikunnar verður boðið upp á gómsæta diskósúpu milli kl. 18-19 fimmtudaginn 23. nóvember á Amtsbókasafninu.
 
Diskósúpa er súpa sem elduð er úr grænmeti sem komið er á síðasta séns, er útlitsgallað eða ekki söluhæft af öðrum ástæðum.
Sveinn Thorarensen matreiðslumeistari eldar súpuna en Krónan leggur til grænmetið.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir og súpubirgðir endast!
 
Kl. 19 hefst Reddingakaffi á Amtsbókasafninu þar sem fólk kemur saman til þess að lagfæra föt og hluti. Það er því tilvalið að fá sér súpu áður en farið er að stoppa í föt eða lagfæra jólaseríur.
Hvenær
fimmtudagur, nóvember 23
Klukkan
18:00-19:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri