Til baka

Dívulæti með Bibi Bioux

Dívulæti með Bibi Bioux

Námskeið sem hjálpar okkur með sjálfið og gleðina

Allt of mörg okkar burðast með neikvæða sjálfsmynd bæði andlega og líkamlega. Í burlesk og kabarett eru allir líkamar þokkafullir og allir hæfileikar gjörnýttir. Kabarettsöngdívan Bibi Bioux fjallar á þessu námskeiði um líkamsgleði og hvernig burlesk hefur hjálpað fjölda fólks að öðlast sjálfstraust og sátt. Farið verður í nokkrar einfaldar sjálfstraustsæfingar sem gagnast bæði á sviði og utan og líkamsgleðin virkjuð með allskyns skemmtilegum skvettum.

Kjörið fyrir öll sem kljást við lágt líkamssjálfsmat og einnig fyrir þau sem þurfa að koma fram í leik og starfi.

Mælt er með frjálslegum og afslöppuðum klæðnaði og engin danskunnátta nauðsynleg.

Kennt verður í sal Phoenix - pole stúdíó

Hvenær
laugardagur, september 23
Klukkan
13:00-14:00
Hvar
Freyjunes 4, Akureyri
Verð
3500