Til baka

Dönsum í takt við myndlistina

Dönsum í takt við myndlistina

Danslistasmiðja fyrir 3.-5. bekk undir þemanu Dönsum í takt við myndlistina.

Leiðbeinandi Anna Richardsdóttir. Smiðjan miðast við að tengja líkamshreyfingar og dans við þema sýningarinnar Sköpun bernskunnar, gróður jarðar.

Fjöldi takmarkast við 16. Skráning í netfangið heida@listak.is.

Anna Richardsdóttir (f. 1959) er menntuð í íþróttum og dansi frá íþróttaakademíunni í Köln í Þýskalandi. Hún hefur starfað við kennslu á Akureyri á öllum skólastigum í 30 ár. Hún er einnig þekktur gjörningalistamaður og hefur framið gjörninga um allt land og víða um heim. Anna hefur einstakt lag á líkamstjáningu og hreyfingum og notar húmor og gleði í kennslunni. Segja má að danstímar Önnu séu óvissuferð í heim ævintýra og sköpunar.

 


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
laugardagur, apríl 24
Klukkan
11:00-12:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg