DRAUMUR RÍS Í NORÐRI
Ensemble Norðurljós flytur íslensk og norræn sönglög í Akureyrarkirkju!
Söngkonan yndislega Svafa Þórhallsdóttir kemur til Akureyrar í fríðu föruneyti að flytja okkur sönglög frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi!
Söngunnendur skyldu ekki láta viðburðinn framhjá sér fara.
Ensemble Norðurljós skipa:
Svafa Þórhallsdóttir, sópran
Hanna Englund, selló
Anne Kirstine Mathiesen, orgel
Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Jórunni Viðar, E. Grieg, C. Nielsen, J. Sibelius og H. Alfvén
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Tekið verður á móti frjálsum framlögum.
Aðgengi er gott og öll hjartanlega velkomin!