Til baka

Dulheimaglóð

Dulheimaglóð

Samsýning listafólksins Grétu Berg, Stefáns Elí, Þóru Sólveigar og Gló Ingu.
Í tilefni af ráðstefnu um huldufólk og álfa sem haldin er í Hofi 20. apríl, sýna fjórir listamenn í Deiglunni sal Gilfélagsins verk sem hafa skírskotun í huliðsheima.
Það eru þau Gréta Berg, Stefán Elí, Þóra Sólveig og Gló Inga.
Þóra Sólveig og Stefán Elí munu flytja tónlist á opnuninni fyrir fólk, álfa og hulduverur.
Opnað verður með kristalshljómum til heiðurs vættum og verum sem mun setja tóninn fyrir samveruna.
Sýningaropnun er föstudaginn kl 14:00 í Deiglunni og stendur sýningin alla helgina. Deiglunni 19.-21. apríl frá 14 – 17 báða dagana.
Hvenær
19. - 21. apríl
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ókeypis.