Til baka

Dúndurfréttir

Dúndurfréttir

Tónleikar

Dúndurfréttir hafa skapað sér nafn sem ein fremsta classic rock tribute
hljómsveit landsins með flutningi sínum á tónlist Led Zeppelin, Pink Floyd, Deep
Purple, Uriah Heep og fleiri hljómsveita sjöunda og áttunda áratugarins. Þeir
hafa legið í dvala undanfarna mánuði og farið stíft eftir tveggja metra
reglunni. En sólin hækkar á lofti og með auknum sumarhita kemur rokkið aftur.
Þeir ætla þess vegna að vera á Græna hattinum um verslunarmannahelgina á
föstudagskvöldið 31.júlí og lofa tryllingslegri rokkstemmningu sem ætti að koma
öllum í gríðarlegt stuð.

Hvenær
föstudagur, júlí 31
Klukkan
21:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar