Duo BARAZZ skipa saxófón leikarinn Dorthe Højland frá Danmörku og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti Grafarvogskirkju. Lára og Dorthe hófu samstarf og samspil í Danmörku og hafa haldið fjölmarga tónleika saman, meðal annars hér á Íslandi í Hallgrímskirkju og víðar. Lára hefur meðal annars sérhæft sig í flutningi BARokk tónlistar meðan Dorthe er fyrst og fremst jAZZari- og þannig varð til nafnið Duo BARAZZ til. Þegar þessir tveir heimar mætast gerist ýmislegt óvænt og spennandi, og þar að auki er hugmyndaflugi þeirra Láru og Dorthe nær engin takmörk sett þegar kemur að lagavali.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar, Sóknarnefnd Akureyrarkirkju, Tónlistarsjóði, Héraðssjóði og Listasumri.
Nánar um Akureyrarkirkju HÉR